Fara í efni

Óveruleg breyting á deiliskipulagi við Nónvík – Hjallatangi 48

29.04.2024
Fréttir Skipulagsmál

Óveruleg breyting á deiliskipulagi við Nónvík tekur gildi 15. maí næstkomandi.

Á 23. fundi bæjarstjórnar samþykkti bæjarstjórn að grenndarkynna tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi við Nónvík vegna breytinga á lóðinni við Hjallatanga 48 fyrir lóðarhöfum Hjallatanga 44 og 46, skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/201, sbr. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bæjarstjórn Stykkishólms fól bæjarstjóra á 23. fundi sínum, í samræmi við afgreiðslu skipulagsnefndar og bæjarráðs, að afgreiða tillögu um óverulega breytingu á deiliskipulagi til Skipulagsstofnunar hafi engar athugasemdir borist við grenndarkynningu eða ef þeir sem hagsmuna eiga að gæta hafa lýst skriflega yfir með áritun sinni á kynningargögn að þeir geri ekki athugasemdir við skipulagstillöguna. Tillagan var grenndarkynnt 18. mars til 16. apríl 2024. Engar athugasemdir bárust og telst því tillagan staðfest af hálfu bæjarstjórnar.

Fyrirhugaðar breytingar felast m.a. í að vegna landhalla og jarðvegsdýptar á lóð er byggingarreit breytt lítillega og nú er heimilt að byggja hús á tveimur hæðum. Aðkoma frá götu er inn á efri hæð byggingarinnar. Hæð undir aðkomuhæð hefur óniðurgrafinn vegg til suðurs.

Deiliskipulagið öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda15. maí næstkomandi. Vakin er athygli á málskotsrétti skv. 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lögum um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindarmála nr. 130/2011, en þar er kveðið svo á að þeir sem lögvarða hagsmuna eiga að gæta er heimilt að kæra stjórnvaldsákvarðanir. Kærufrestur er einn mánuður frá áætluðum birtingardegi í B- deild Stjórnartíðinda eða til og með 15. júní 2024.

Deiliskipulagsbreytinguna má sjá hér að neðan.

Breyting á DSK við Nónvík

Getum við bætt efni síðunnar?