Fréttir
Ávarp bæjarstjóra Stykkishólms í Hólmgarði þegar ljósin voru tendruð á jólatrénu frá vinabæ okkar Drammen í Noregi 1. desember 2017

Ágætu bæjarbúar. Í nafni bæjarstjórnar býð ég ykkur velkomin hingað í Hólmgarð á sjálfan fullveldisdaginn. Við upphaf aðventu komum við saman hér í Hólmgarði sem endranær. Við fögnum því að jólahátíðin er framundan með táknrænum og hefðbundnum hætti með því að kveikja ljósin á þessu fallega jólatré. ... lesa meira


Fyrsta vika aðventu í leikskólanum

Í þessari fyrstu viku í aðventu verður nóg um að vera í leikskólanum. Eins og áður hefur verið auglýst er jólaföndur foreldrafélagsins þessa vikuna, auk kirkjuferðarinnar, jólaskólastundar og tónleika Litlu lúðró í leikskólanum, svo eitthvað sé nefnt. Athugið að jólaföndur á Nesi er miðvikudaginn 6. desember en ekki fimmtudaginn 7. desember eins og ranglega birtist í atburðadagatali Stykkishólms... lesa meira