Upplýsingar
Stærra letur
Minna letur
Listi
Listi
26. ágúst 2016

Skólasetning skólaársins 2016-2017 í Grunnskólanum í Stykkishólmi fór fram síðasta mánudag 22. ágúst kl.10.00. Börn, foreldrar og starfsfólk mættu með gleði í hjarta og bros á vör, tilbúin í nýtt skólaár.

Skólastarfið fór vel af stað í þessari fyrstu viku vetrarins. Eins og flestum er kunnugt eru miklar framkvæmdir á skólalóðinni sem ganga vel og ekki mikil truflun sem þær hafa valdið.


Í næstu viku munum við fá Dani í heimsókn til okkar. Þau koma á þriðjudeginum og verða fram á laugardag og gista á heimilum nemenda í 10. bekk. Þau munu taka þátt í skólastarfinu hjá okkur og skoða sig um bæinn.

Einnig ætlum við að dansa saman með Jóni Pétri og til stendur að bjóða 7.-10.bekk að vera danskennaranum til aðstoðar með yngri nemendum.


Foreldrafundir verða í næstu viku og munu allir foreldrar og forráðamenn fá nánari upplýsingar um þá fundi senda í tölvupósti frá umsjónarkennurum.


Við viljum minna á skólareglurnar okkar sem má kynna sér á heimasíðu skólans og hvetjum alla til að nýta sér slaufuna á morgnana en ekki bílastæðin fyrir framan skólann til að koma í veg fyrir umferðarteppu.


Með von um gott samstarf!


Stjórnendur Grunnskólans í Stykkishólmi

Berglind og Drífa Lind


26. ágúst 2016

Skólinn var settur mánudaginn 22. ágúst kl. 10:00. Gaman var að sjá hversu margir foreldrar gátu gefið sér tíma til þess að koma við setninguna. Skólastarf hefur farið vel af stað og ekki að sjá annað en að nemendur hafi verið tilbúnir að hefja skólaárið 2016-2017.

 

11. ágúst 2016

Grunnskólinn verður settur mánudaginn 22. ágúst kl. 10:00.  Kennsla hefst samkvæmt stundatöflu þriðjudaginn 23. ágúst kl. 8:05.

11. ágúst 2016

Búið er að ráða í allar stöður fyrir næsta skólaár. Anna Margrét Ólafsdóttir kennari kemur aftur og kennir íslensku á unglingastigi. María Inga Hannesdóttir sérkennari kemur inn í sérkennslu. Í stöður stuðningsfulltrúa voru ráðin Arnór Óskarsson og Sigurborg Leifsdóttir. Arna Dögg Hjaltalín var ráðin sem skólaliði og Særún Sigurðardóttir sem skólaliði í Heilsdagsskólann.

3. ágúst 2016

 

Í morgun tók Berglind Axelsdóttir formlega við af Gunnari Svanlaugssyni sem skólastjóri grunnskólans. Sama dag tók Drífa Lind Harðardóttir við stöðu deildarstjóra sem er ný staða sem kemur í stað aðstoðarskólastjóra.  Myndirnar hér að ofan voru teknar við lyklaafhendingu

Grunnskólinn í Stykkishólmi - Borgarbraut 6 - 340 Stykkishólmi - Sími 4338177 - Fax 4381045 - grunnskoli@stykk.is