Upplýsingar
Stærra letur
Minna letur
Listi
Listi
20. júlí 2016

Grunnskólinn í Stykkishólmi auglýsir lausar stöður til umsóknar.

 

 • Tvær 75% stöður stuðningsfulltrúa (vinnutími 8-14)
 • Eina 60% stöðu skólaliða í Heilsdagsskólann (vinnutími  11:30-16)

 

Gleði – samvinna – sjálfstæði eru einkunnarorð skólans.

Umsækjendur þurfa að vera tilbúnir að vinna með okkur í að efla starfið í þeim anda.

 

Umsóknir  skulu berast Berglindi Axelsdóttur, aðstoðarskólastjóra, berglind@stykk.is, sem einnig veitir allar frekari upplýsingar í síma 895-3828

 

Umsóknarfrestur er til 5. ágúst.

28. júní 2016

Grunnskólinn í Stykkishólmi óskar eftir að ráða deildarstjóra almennrar kennslu í fullt starf. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. ágúst 2016.

 

Deildarstjóri

 • er staðgengill skólastjóra.
 • vinnur með skólastjóra að daglegri stjórnun og skipulagningu
 • skólastarfsins.

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Kennsluréttindi í grunnskóla.
 • Kennslureynsla í grunnskóla.
 • Leikni í mannlegum samskiptum og færni í að umgangast börn og unglinga.
 • Stjórnunarreynsla æskileg eða framhaldsnám í stjórnun.
 • Skipulagshæfni, stundvísi og frumkvæði.
 • Góð tök á íslenskri tungu í ræðu og riti.

 

Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ vegna Skólastjórafélags Íslands.

 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Berglind Axelsdóttir aðstoðarskólastjóri í síma 433 8179 eða 895-3828, berglind@stykk.is

 

Skriflegum umsóknum skal skilað til aðstoðarskólastjóra ásamt ferilskrá fyrir 15. júlí 2016.

16. júní 2016

Grunnskólinn í Stykkishólmi óskar eftir að ráða sérkennara í fullt starf. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. ágúst 2016

 

Helstu verkefni

 • Sérkennsla
 • Gerð einstaklingsnámskráa og eftirfylgd með námi
 •  Samstarf við foreldra og fagaðila vegna málefna nemenda með sérþarfir

 

Hæfniskröfur

 • Menntun í sérkennslufræðum eða reynsla af kennslu nemenda með sérþarfir
 • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum í grunnskóla
 • Leikni í mannlegum samskiptum og færni í að umgangast börn og unglinga.
 • Skipulagshæfni, stundvísi og frumkvæði.
 • Góð tök á íslenskri tungu í ræðu og riti.

 

Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ.

 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Berglind Axelsdóttir aðstoðarskólastjóri í síma 433 8179 eða 895-3828, berglind@stykk.is

 

Skriflegum umsóknum skal skilað til aðstoðarskólastjóra ásamt ferilskrá fyrir 1. júlí 2016.

7. júní 2016

 

Læsisteymi skólans stóð fyrir vorljóðasamkeppni í 1. - 10. bekk. Teymið valdi bestu ljóðin í hverjum bekk og voru þau til sýnis í skólanum, í Bónus, á Skólamálaþingi og eru nú komin í heitu pottana í sundlauginni.

3. júní 2016

Skólaslit grunnskólans voru í gær.  Útskrifaðir voru 21 nemandi úr vorskólanum og 16 nemendur úr 10. bekk.  Breytingar munu verða á starfsmannahópnum næsta vetur þar sem fjórir kennarar, Alda Leif, Elísabet, Helga og Trausti ásamt Gunnari skólastjóra munu hætta störfum. Einnig munu Sigurborg og Stefán Karel hætta.  Skólinn þakkar þeim kærlega fyrir samstarfið.  Athöfnin var brotin upp með samsöng þar sungin voru fjögur vinsælustu lög söngsala vetrarins.  Undir söngnum spiluðu Berglind Gunnarsdóttir, Hafþór Guðmundsson, Hólmgeir Þórsteinsson og Martin Markvoll.

 

Skólinn verður settur í haust mánudaginn 22. ágúst 2016 kl. 10:00.   

 

Það eru fleiri myndir frá skólaslitunum í myndasafninu.

Grunnskólinn í Stykkishólmi - Borgarbraut 6 - 340 Stykkishólmi - Sími 4338177 - Fax 4381045 - grunnskoli@stykk.is