Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Höskuldur Reynir Höskuldsson.
Fréttir

Ráðið í stöðu byggingarfulltrúa

Höskuldur Reynir Höskuldsson hefur verið ráðinn í stöðu byggingarfulltrúa hjá Sveitarfélaginu Stykkishólmi en hann mun einnig sinna verkefnum í Eyja- og Miklaholtshreppi í gegnum þjónustusamning við Sveitarfélagið Stykkishólm. Alls sóttu tíu um stöðuna og var það niðurstaða hæfninefndar og ráðgjafa að Höskuldur Reynir Höskuldsson mæti best umsækjenda þeim kröfum sem gerðar voru og lagði því til að honum yrði boðið starfið. Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum í gær, 21. mars, tillögu hæfninefndar og ráðgjafa um að ráða Höskuld Reyni Höskuldsson í starf byggingarfulltrúa.
22.03.2024
23. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms
Fréttir

23. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms

23. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms fer fram fimmtudaginn 21. mars kl. 17:00 í bæjarstjórnarsal. Smelltu á hnappinn hér að neðan til að kynna þér dagská fundar.
19.03.2024
Grunnskólinn í Stykkishólmi
Fréttir Laus störf

Skólastjóri grunnskólans og tónlistarskólans í Stykkishólmi

Leitað er að leiðtoga með mikinn metnað fyrir menntun barna og unglinga og sem hefur framsækna sýn á skólastarf og hlutverk skólastjórnenda. Lögð er áhersla á öfluga skólaþróun, hvetjandi starfsumhverfi fyrir nemendur og starfsfólk og samstarf við aðila skólasamfélagsins.
19.03.2024
Sælkerabíll á ferð um Snæfellsnes næstu helgi
Fréttir

Sælkerabíll á ferð um Snæfellsnes næstu helgi

Helgina 16. - 17. mars 2024 fer Sælkerabíll Snæfellsnes aftur á stjá. Stútfullur af góðgæti og gersemum frá framleiðendum af Snæfellsnesi. Bíllinn verður fyrir utan íþróttamiðstöðina í Stykkishólmi sunnudaginn 17. mars frá 12:30 til 14:00. Hér að neðan má sjá hvar bíllinn verður og hvenær.
15.03.2024
Embla Rós Elvarsdóttir, sigurvegari Samvest 2024
Fréttir Lífið í bænum

Embla Rós sigraðri söngkeppni SAMVEST

Söngkeppni SamVest 2024, undankeppni Vesturlands fyrir söngkeppni Samfés, fór fram í íþróttahúsinu á Reykhólum þriðjudaginn 14. mars síðastliðinn. Tvö atriði kepptu fyrir hönd Félagsmiðstöðvarinnar X-ið. Embla Rós Elvarsdóttir söng lagið No time to die eftir Billie Eilish og hljómsveitin Glymur flutti lagið Great balls of fire eftir Jerry Lee Lewis. Hljómsveitina Glym skipa Bæring Nói Dagsson, Íris Ísafold Sigurbjartsdóttir, Ágústa Arnþórsdóttir, Guðmundur Gísli Gunnarsson og Hjalti Jóhann Helgason.
14.03.2024
Frá Júlíönuhátíðinni 2022.
Fréttir

Júlíana - hátíð sögu og bóka 2024

Ellefta Júlíönu hátíðin verður haldin í Stykkishólmi dagana 14 - 16. mars 2024. Sem fyrr dagskráin metnaðarfull, rithöfundar, ljóðskáld og fleiri listamenn stíga á stokk. Hægt er að kynna sér dagskrá hátíðarinnar hér að neðan en nánari upplýsingar má einnig finna á heimasíðu hátíðarinnar, julinana.is. Frítt er á alla viðburði.
13.03.2024
Sinfóníuhljómsveit Íslands í Hólminum.
Fréttir Lífið í bænum

Fullt hús á stórtónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands

Síðastliðinn fimmtudag, 7. mars, mætti Sinfóníuhljómsveit Íslands í Stykkishólm og hélt stórtónleika í íþróttamiðstöðinni. Áhorfendastúkan var þétt setin auk þess sem töluverður fjöldi sat niðri í sal og naut tónleika, ætla má að hátt í 500 manns hafi mætt á tónleikana. Auk Sinfóníuhljómsveitarinnar komu fram um 80 söngvarar úr Snæfellskum kórum sem fluttu með sveitinni þrjú hugljúf íslensk tónverk.
11.03.2024
Aðalfundur Krabbameinsfélags Snæfellsness
Fréttir

Aðalfundur Krabbameinsfélags Snæfellsness

Aðalfundur Krabbameinsfélags Snæfellsness verður haldinn mánudaginn 11. mars kl. 20:00 í Sögumiðstöðinni í Grundarfirði. Allir hjartanlega velkomnir.
11.03.2024
Framtíðarmöguleikar Breiðafjarðar - Opinn fundur í Stykkishólmi
Fréttir

Framtíðarmöguleikar Breiðafjarðar - Opinn fundur í Stykkishólmi

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi auglýsa nú fundaröð um framtíðarmöguleika Breiðafjarðar. Fundirnir bera yfirskriftina Framtíðarmöguleikar Breiðafjarðar - leit að jafnvægi milli verndar og nýtingar.  Fyrsti fundur verður haldinn mánudaginn 11. mars, kl. 17:00 - 19:30 á Fosshótel Stykkishólmi.
07.03.2024
Fyrsta skóflustunga við Aðalgötu 16.
Fréttir

Helstu fréttir komnar út

Helstu fréttir eru komnar út. Blaðinu er ætlað að bæta upplýsingaflæði frá sveitarfélaginu og ná til þeirra sem ekki nota tölvur. Stór hluti markhópsins er eldra fólk en blaðið liggur frammi á Höfðaborg og Systraskjóli.
06.03.2024
Getum við bætt efni síðunnar?