Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Heiðrún Edda stýrði fundi
Fréttir

Bæjarstjórn unga fólksins

Fyrsti fundur bæjarstjórnar unga fólksins fór fram síðastliðinn miðvikudag, 8. maí. Bæjarstjórn unga fólksins er skipuð ungmennum úr ungmennaráði sem sjá um fundarstjórn og undirbúning fundar. Á fundum bæjarstjórnar unga fólksins kynna fulltrúar unga fólksins áherslumál og bæjarfulltrúar sitja til svara.
13.05.2024
10. maí 2024
Fréttir

Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins í höfn

Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins er komið í höfn í Stykkishólmi. Móttökurnar voru ekki af verri endanum en það voru þeir Jón Beck, Jón Jakob, Jón Páll, Einar Strand og Ingvar sem tóku á móti skipinu með bros á vör.
10.05.2024
Tímabundin lokun í Sundlaug Stykkishólms
Fréttir

Tímabundin lokun í Sundlaug Stykkishólms

Kominn er tími á viðhald á sundlauginni í Stykkishólmi og þarf því að loka lauginni tímabundið. Áætlaður framkvæmdatími er þrjár vikur og verður sundlauginni lokað fyrir almenning frá mánudeginum 13. maí.
10.05.2024
Kjörskrá liggur frammi
Fréttir

Kjörskrá liggur frammi

Kjörskrá fyrir forsetakosningar þann 1. júní nk. liggur nú frammi í Ráðhúsinu í Stykkishólmi. Hægt er að skoða hana á almennum opnunartíma Ráðhússins. 
10.05.2024
Hjólað í vinnuna 2024
Fréttir

Hjólað í vinnuna 2024

Átakið hjólað í vinn­una er nú í fullum gangi en það hófst 8. maí síðastliðinn. Það er Íþrótta- og Ólymp­íu­sam­band Íslands sem stýr­ir heilsu- og hvatn­ing­ar­verk­efn­inu nú í 22. sinn og mun það standa til 28. maí.
10.05.2024
Útskriftarhátíð Fjölbrautaskóla Snæfellinga
Fréttir

Útskriftarhátíð Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Útskriftarhátíð Fjölbrautaskóla Snæfellinga verður haldin föstudaginn 24. maí í hátíðarsal skólans í Grundarfirði. Hátíðin hefst kl.14:00 en að henni lokinni verða kaffiveitingar í boði skólans. Allir velunnarar skólans eru boðnir velkomnir.
08.05.2024
Uppbyggingarsjóður Vesturlands auglýsir eftir umsóknum um öndvegisstyrki
Fréttir

Uppbyggingarsjóður Vesturlands auglýsir eftir umsóknum um öndvegisstyrki

Úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs Vesturlands hefur ákveðið að veita alls 20 m.kr. til áhugaverðra verkefna á Vesturlandi. Viðkomandi verkefni geta verið á hugmyndastigi eða lengra komin. Þau þurfa að hafa skírskotun til svæðisins og nýsköpunar í atvinnulífi og menningu þess.
08.05.2024
Verkalýðsdagurinn í Stykkishólmi
Fréttir

Verkalýðsdagurinn í Stykkishólmi

Verkalýðsdagurinn verður haldinn hátíðlegur 1. maí um land allt eins og vant er. i Verkalýðsfélag Snæfellinga, Kjölur og Sameyki standa fyrir hátíðahöldum á Snæfellsnesi. Dagskráin hefst í Stykkishólmi verður haldin á Fosshótel Stykkishólmi og hefst kl. 13:30. Kynnir: Þóra Sonja Helgadóttir, verkefnastjóri Kjalar í Stykkishólmi. Ræðumaður: Saga Kjartansdóttir, verkefnastjóri vinnustaðaeftirlits hjá ASÍ
30.04.2024
Óveruleg breyting á deiliskipulagi við Nónvík – Hjallatangi 48
Fréttir Skipulagsmál

Óveruleg breyting á deiliskipulagi við Nónvík – Hjallatangi 48

Á 23. fundi bæjarstjórnar samþykkti bæjarstjórn að grenndarkynna tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi við Nónvík vegna breytinga á lóðinni við Hjallatanga 48 fyrir lóðarhöfum Hjallatanga 44 og 46, skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/201, sbr. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bæjarstjórn Stykkishólms fól bæjarstjóra á 23. fundi sínum, í samræmi við afgreiðslu skipulagsnefndar og bæjarráðs, að afgreiða tillögu um óverulega breytingu á deiliskipulagi til Skipulagsstofnunar hafi engar athugasemdir borist við grenndarkynningu eða ef þeir sem hagsmuna eiga að gæta hafa lýst skriflega yfir með áritun sinni á kynningargögn að þeir geri ekki athugasemdir við skipulagstillöguna. Tillagan var grenndarkynnt 18. mars til 16. apríl 2024. Engar athugasemdir bárust og telst því tillagan staðfest af hálfu bæjarstjórnar.
29.04.2024
Rekstur sveitarfélagsins styrkist milli ára samkvæmt ársreikningi 2023
Fréttir

Rekstur sveitarfélagsins styrkist milli ára samkvæmt ársreikningi 2023

Rekstur Sveitarfélagsins Stykkishólms styrkist milli ára samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2023 sem tekin var til fyrri umræðu á bæjarstjórnarfundi þann 24. apríl sl., en um var að ræða fyrsta ársreikning sveitarfélagsins frá stofnun þess á árinu 2022 sem nær yfir heilt ár eftir sameiningu Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar. Endurspeglar ársreikningurinn að reksturinn sé að ná jafnvægi og er að styrkjast til muna frá fyrra ári. Rekstrarniðurstaða fyrir fyrir afskriftir og fjármagnsliði var jákvæð um 283 millj. kr. og rekstrarniðurstaða án fjármunatekna og fjármagnsgjalda var jákvæð um 179 millj. kr. Fjárfestingahreyfingar A og B hluta á árinu 2023 námu 293 millj. kr. Lántökur á árinu námu 160 millj. kr. og afborganir langtímalána voru 219 millj. kr. Skuldaviðmið A og B hluta Sveitarfélagsins Stykkishólmur í árslok 2023 var 104% og er langt undir lögbundnu hámarki sem er 150% samkvæmt sveitarstjórnarlögum. Veltufé frá rekstri nam á árinu 2023 307 millj. kr. samanborið við 244 millj. kr. árið áður og ljóst að reksturinn stendur vel undir afborgunum skulda og skuldbindinga líkt og endurspeglast í fyrirliggjandi ársreikningi. Handbært fé í árslok nam 98 millj. kr. og lækkaði um 37 millj. kr. á árinu.
26.04.2024
Getum við bætt efni síðunnar?