Fréttir


Slökkviliðið sló í gegn

Slökkviliðsmenn komu í heimsókn í leikskólann í dag á slökkvibílnum og vöktu mikla lukku hjá krökkunum. Þakka nemendur og kennarar kærlega fyrir þessa vel heppnuðu heimsókn sem mjög vel var staðið að hjá þeim félögum.... lesa meiraBlokkflaututónleikar og hljóðfærakynning

Blokkflautunemendur úr Tónlistarskólanum héldu tónleika í Mostraskeggi, sal leikskólans s.l. mánudag ásamt kennurum sínum. Þar var bæði leikið og sungið og þökkum við kærlega fyrir heimsóknina. Á miðvikudaginn fóru svo elstu nemendur leikskólans í hljóðfærakynningu í Tónó ásamt 1. og 2. bekk grunnskólans.... lesa meira
Umsögn Stykkishólmsbæjar um drög að Velferðarstefnu Vesturlands

Í janúar var óskað eftir umsögn Stykkishólmsbæjar um drög að Velferðarstefenu Vesturlands. Drög að Velferðarstefnu Vesturlands voru tekin til umfjöllunar og afgreiðslu í fastanefndum Stykkishólmsbæjar, m.a. skóla- og fræðslunefnd, íþrótta- og æskulýðsnefnd, ungmennaráði, nefnd um málefni fatlaðra (nú Velferðar- og jafnréttismálanefnd) og bæjarráði, ásamt því að bæjarstjórn tók drögin til umfjöllunar. Bæjarstjóra var falið að ganga frá og senda umsögn Stykkishólmsbæjar og er umsögnin birt hér í heild sinni. ... lesa meira