Fréttir


Mótum framtíð Vesturlands í sameiningu - verum með og tökum þátt

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi munu standa fyrir áhugaverðu íbúaþingi mánudaginn 6 maí 2019 undir yfirskriftinni Mótum framtíð Vesturlands í sameiningu. Þingið fer fram í Hjálmakletti í Borgarnesi og hefst kl.13.00 og mun standa til kl.16.00. Nú er komið að því að móta nýja sóknaráætlun, verum með og tökum þátt. ... lesa meira

Opið hús í leikskólanum 3. maí

Opið hús verður í leikskólanum föstudaginn 3. maí frá kl. 14-16 (Bakki opnar kl. 15). Þar taka nemendur og kennarar leikskólans glaðir og kátir á móti gestum, sýna hluta af vinnu vetrarins ásamt því að bjóða upp á hollar og góðar veitingar. Allir eru hjartanlega velkomnir og við bjóðum væntanlega nemendur og aðstandendur þeirra sérstaklega velkomin. Við hlökkum til að sjá sem flesta. Nemendur og kennarar í Leikskólanum í Stykkishólmi... lesa meira


Ferðaþjónusta í Stykkishólmi - Fundur um samstarfsverkefni á sviði ferðaþjónustu í Stykkishólmi

Stykkishólmsbær og Efling Stykkishólms boða til fundar um samstarfsverkefni á sviði ferðaþjónustu í Stykkishólmi í Amtsbókasafninu þriðjudaginn 23. apríl n.k. kl. 20:00. Markmið fundarins er að fá þá aðila sem sinna ferðaþjónustu í Stykkishólmi saman að samstarfsborði, varpa ljósi á það sem verið er að gera og horfa til framtíðar. Ræða um framtíðarhorfur og hvað við getum gert til að efla ferðaþjónustu í Stykkishólmi enn frekar.... lesa meira