Ljósin tendruð á Jólatrénu frá Drammen kl. 18:00 mánudaginn 3. desember

Ljósin tendruð á Jólatrénu frá Drammen kl. 18:00 mánudaginn 3. desember

Mánudaginn 3. desember kl. 18:00 verða ljósin tendruð í Hólmgarði á jólatrénu frá vinabæ okkar, Drammen í Noregi. Að venju mun 1. bekkur sjá um tendrun ljósanna, kvenfélagið verður á sínum stað með súkkulaði og smákökur, lúðrasveitin leikur af sinni alkunnu snilld og hver veit nema jólasveinar láti sjá sig og syngi með okkur nokkur lög.  Vonandi gefst sem flestum tækifæri til að taka þátt.