20 ár liðin frá vígslu sundlaugarinnar

20 ár liðin frá vígslu sundlaugarinnar

Þriðjudaginn 13. ágúst eru 20 ár liðin frá vígslu sundlaugarinnar í Stykkishólmi. Af því tilefni flytur Ellert Kristinsson ávarp auk þess sem boðið verður upp á kaffi og léttar veitingar. Athöfnin hefst kl. 17:30 í íþróttamiðstöðinni og verður frítt í sund eftir athöfn.

Ellert flutti einnig ávarp þegar sundlaugin var vígð fyrir 20 árum síðan en hann var þá formaður byggingarnefndar sundlaugarinnar. Hann rakti þá byggingarsöguna og forsendur framkvæmdanna. Í ræðu sinni sagði hann frá því  þegar heitt vatn fannst fyrir ofan Stykkishólm og vonir kviknuðu um að hægt væri að byggja nýja sundlaug. Fyrsta skóflustunga var tekin þann 19. september 1997 tæpu ári eftir að byggingarnefnd var stofnuð. Sundlaugin naut strax mikilla vinsælda bæjarbúa og ferðamanna. Á fyrstu fjórum vikum eftir að sundlaugin var opnuð komu um 10.000 gestir í laugina. Það samsvarar því að hver íbúi bæjarins hafi farið tvistvar sinnum í viku í sund.