Skólinn hefst á ný

Skólinn hefst á ný

Á morgun, fimmtudag, fer fram skólasetning Grunnskólans í Stykkishólmi. Athöfnin fer fram kl 10:00 á Amtsbókasafninu. Kennsla hefst svo samkvæmt stundaskrá föstudaginn 23. ágúst kl 08:05.

Miklar framkvæmdir hafa verið á skólalóðinni undanfarið sem gengið hafa vel. Malbikunar- og steypuvinnu er að mestu leyti lokið en einnig er búið að bæta aðgengi fyrir vörumóttöku með nýrri hurð og ramp upp að henni á aftanverðum matsal skólans. Þarf því ekki lengur að keyra mjólkurvörur og fleira upp að aðalinngangi skólans á stórum bílum líkt og hingað til hefur verið gert.

Enn er minniháttar frágangur eftir á lóðinni sem gengið verður frá á komandi dögum og er því óhætt að reikna með ánægðum nemendum að leik á skólalóðinni komandi vetur.