Bókasafnsdagurinn er í dag

Bókasafnsdagurinn er í dag

Í dag, mánudaginn 9.september, er bókasafnsdagurinn. Í tilefni þess er boðið upp á sérstaka dagskrá á bókasöfnum víðsvegar um landið.

Á Amtsbókasafninu í Stykkishólmi verður boðið upp á léttar veitingar með kaffinu auk þess sem þau börn sem tóku þátt í sumarlestrinum geta mætt og fengið glaðning að launum. Nú er kjörið tækifæri til að endurnýja, eða sækja um, bókasafnsskírteini þar sem þau eru ókeypis í dag.

Líkt og aðra mánudaga er opið frá 14:00-18:00.