Haustfrí á Amtsbókasafninu

Haustfrí á Amtsbókasafninu

Á morgun, miðvikudaginn 6. nóvember, hefst vetrarfrí í Grunnskólanum í Stykkishólmi. Kennsla hefst svo aftur þriðjudaginn 12. nóvember. Nóg verður við að vera í Amtsbókasafninu á meðan vetrarfríi stendur. Alla dagana verður börnum boðið að spila, lita, leika við bangsa og skoða bækur. Auk þess er alltaf heitt á könnunni.

Mánudaginn 11. nóvember klukkan 18:00 verður vasaljósasögustund. Nanna les skemmtilega bók fyrir yngstu kynslóðina við ljós frá vasaljósi. Gestir mega gjarnan koma með sín eigin vasaljós.

 

Opnunartími Amtsbókasafnsins:

Mánudag: 14-18 

Þriðjudag: 14-17

Miðvikudag: 14-17

Fimmtudag: 14-17