Jólaljós tendruð á miðvikudag

Jólaljós tendruð á miðvikudag

Ákveðið hefur verið að fresta tendrun jólaljósa í Hólmgarðinum til miðvikudags, 4.desember kl. 18:00, en þá er útlit fyrir betra veður en á áður auglýstum tíma. Ljósin á jólatrénu í Hólmgarði verða þá tendruð við hátíðlega athöfn. Kvenfélagskonur verða með heitt súkkulaði og smákökur til sölu, nemendur Grunnskólans syngja jólalög, spiluð verður jólatónlist og dansað í kringum jólatréð. Hver veit nema jólasveinar kíki í heimsókn og gleðji börnin. Líkt og undanfarin ár sjá nemendur fyrsta bekkjar um að tendra ljósin.