Sorphirða gengur hægt vegna veðurs

Sorphirða gengur hægt vegna veðurs

Vegna snjóþyngdar og veðurs gengur sorphirða hægar en vant er þessa dagana. Samkvæmt sorphirðudagatali Stykkishólms átti gráa tunnan að vera tæmd í gær en ekki náðist að fara um allan bæ vegna veðurs. Ruslabíllinn verður því á ferðinni í dag og eins og þörf krefur. Íbúar eru hvattir til þess að moka frá tunnum sínum til að auðvelda aðgengi að þeim.