Beinar útsendingar bæjarstjórnarfunda hefjast að loknum framkvæmdum

Beinar útsendingar bæjarstjórnarfunda hefjast að loknum framkvæmdum

Til stendur að hefja upptökur og beinar útsendingar frá fundum bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar á næstunni. Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum í dag að upptökur og útsendingar funda hefjist að loknum breytingum á Ráðhúslofti en þar stendur til að færa fundaraðstöðu bæjarstjórnar og auka skrifstofurými. Stefnt er að því að vinna við breytingarnar hefjist í þessum mánuði, í samræmi við fjárhags- og fjárfestingaráætlun Stykkishólmsbæjar fyrir árið 2020 og samþykkt bæjarstjórnar á framkvæmdunum. Eru því vonir bundnar við að beinar útsendingar bæjarstjórnarfunda geti hafist í mars- eða aprílmánuði.