Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu er haldinn 16. nóvember ár hvert á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar.

Í tilefni af honum skorar Stykkishólmsbær á íbúa að taka þátt og setja orð í glugga líkt og gert var við bangsa fyrr á árinu.

Veljum okkar uppáhalds orð sem eru jákvæð, fyndin, skrýtin, skemmtileg eða forvitnileg. Höfum letrið stórt og læsilegt svo auðvelt sé að lesa í hæfilegri fjarlægð. Skorað er á íbúa að koma orðinu í glugga fyrir eða um helgina þannig að fjölskyldur geti farið saman í orðafjársjóðsleit um helgina. Gaman væri ef íbúar með annað móðurmál en íslensku kynntu sitt mál og hengdu orð á sínu móðurmáli út í glugga með íslenskri þýðingu. Fyrir þá sem ekki geta prentað má alltaf teikna orðið á blað eða óska eftir aðstoð við útprentun á opnunartíma Amtbókasafnsins sem er þriðjudaga til föstudaga frá 14-17 og tilvalið að ná sér í góða bók í leiðinni. Gengið er inn um bókasafnið baka til eða við Vatnsásinn.

Leikum okkur með orðin í tungumálinu!

Hér geta áhugasamir prófað nýjan leik sem gengur út á að para orð og merkingu. Leikurinn Spagettí var gerður fyrir tilstuðlan Vina Árnastofnunar og er aðgengilegur á nýjum vef sem er hannaður fyrir börn og ungmenni

Smelltu hér til að spila leikinn

Minnt er á að dagur íslenskrar tungu er opinber fánadagur.