Greni var það heillin

Greni var það heillin

Auglýst var snemma í nóvember að íbúar gætu valið jólatréð sem sett verður upp í Hólmgarði í ár. Valið stóð á milli sitkagreni og stafafuru sem bæði standa í Sauraskógi og voru valin í samvinnu við skógræktarfélag Stykkishólms.

Íbúar hafa nú valið Sitkagrenið, sem gróðursett var árið 1970, sem jólatré Hólmara í ár. Afgerandi meirihluti þeirra sem tóku þátt í valinu völdu grenitréð fram yfir furuna. Sitkagreni er ein algengasta trjátegundin í ræktun hér á landi en fyrstu trén sett niður í Reykjavík um 1924.

Þetta tignarlega tré verður fellt á morgun, miðvikudaginn 24. nóvember, og komið fyrir í Hólmgarði í kjölfarið. Sem fyrr munu börnin í 1. bekk tendra ljósin á trénu en vegna sóttvarnaráðstafna verður athöfnin með óhefðbundnu móti þetta árið sem nánar verður auglýst þegar nær dregur.