Sumarlestur Amtsbókasafnsins er hafinn

Sumarlestur Amtsbókasafnsins er hafinn

Árlegur sumarlestur Amtsbókasafnins er farinn af stað og verður í allt sumar. Í ár verður boðið upp á sumarlestur fyrir börn og fullorðna. Ungir lesendur geta bætt einum miða í bókaorminn í barnadeildinni fyrir hverja bók sem þeir lesa. Í hverjum mánuði er dreginn út einn heppinn lesandi sem fær verðlaun. Í lok sumars fá allir sem taka þátt í sumarlestrinum glaðningin auk þess sem sá eða sú sem á flesta miða í orminum fær vegleg verðlaun.

Sumarlesturinn fyrir fullorðna er til gamans gerður. Búið er að velja 7 mismunandi þemu og bækur sem falla undir þau. Listinn getur gefið góðar hugmyndir að því hvað hægt er að lesa næst. Lesendur geta líka skorað á sig að klára heilan flokk í sumar eða að lesa eina bók úr hverjum flokki. 

Afgreiðslutími safnsins verður óbreyttur í sumar. 

Þriðjudagar:        14:00 - 17:00
Miðvikudagar:    14:00 - 17:00
Fimmtudagar:     14:00 - 17:00
Föstudagar:         14:00 - 17:00

Safnið verður lokað dagana 10. til 13. ágúst.