Jólalestinni frestað þar til nær dregur jólum
Jólalest Tónlistarskóla Stykkishólms sem til stóð að aka um bæinn næstkomandi laugardag, 4. desember, hefur verið frestað. Íbúar þurfa þó ekki að örvænta því hún mun fara sína leið í næstu viku og verður það auglýst þegar nær dregur.