Afþreying

Afþreying í Stykkishólmi

Mikil áhersla hefur verið lögð á uppbyggingu þjónustu í Stykkishólmi sem nýtist ferðamönnum vel. Glæsileg sundlaugaraðstaða var tekin í notkun árið 1999. Meðal þess sem þar er boðið upp á er 25 metra útisundlaug, risarennibraut, innisundlaug og heitir pottar með sérstaklega vottuðu vatni vegna eiginleika þess við að vinna á ýmsum húðsjúkdómum. Þá hefur golfvöllurinn, sem staðsettur er við tjaldsvæðið, verið endurgerður undanfarin ár og er nú orðinn einn af glæsilegustu 9 holu völlum landsins.

Stykkishólmsbær rekur í samstarfi við önnur sveitarfélög á Vesturlandi, Markaðsstofu Vesturlands.  Á vegum markaðsstofunnar er rekinn upplýsingavefurinn west.is Þar er að finna upplýsingar um Vesturland á íslensku og ensku. Hér að neðan má fara beint inn á ákveðna kafla á vef markaðsstofunnar um Snæfellsnes og/eða Stykkishólm.

Margvíslegt tómstundastarf er í boði í Stykkishólmi fyrir alla aldurshópa.  Má þar nefna íþróttaiðkun undir merkjum Ungmennafélagsins Snæfells, ýmisskonar tónlistarstarf, Lionsstarf og margt fleira.