Hagnýtar upplýsingar

Spurt og svarað

Stykkishólmur skartar fjölbreyttu atvinnulífi. Nokkrir stórir vinnustaðir með ólíka starfsemi eru í bæjarfélaginu og fjölmörg einkafyrirtæki af ýmsum stærðargráðum með fjölþætta starfsemi. Fjölmörg þessara fyrirtækja eru svo aðilar að Eflingu, félagi atvinnulífsins í Stykkishólmi.

Atvinnuráðgjöf Vesturlands

SSV - þróun og ráðgjöf er ráðgjafar og þróunarsvið Samtakasveitarfélaga á Vesturlandi.  Það er í eigu sveitarfélaga á Vesturlandisem ná frá Hvalfjarðarbotni til Gilsfjarðarbotns

.
Verkefnin felast m.a. í að vera einstaklingum, fyrirtækjum ogsveitarstjórnum til aðstoðar á sviði atvinnumála. Verkefni þróunar- ográðgjafadeildar SSV á sviði aðstoðar við ofangreinda aðila geta veriðmargvísleg.

Nánar má lesa um þjónustu Atvinnuráðgjafarinnar hér!

Smelltu hér til að skoða laus störf á Vesturlandi

Umhverfismál eru mál málanna í Stykkishólmi. Árið 2003 fékk Höfnin í Stykkishólmi Bláfánann og var það í fyrsta skipti að höfn fékk Bláfánann á Íslandi. Grænfánanum var flaggað í Leikskóla Stykkishólms og við yngri deildir Grunnskólans vorið 2007 og í janúar 2008 hófust íbúar handa við að flokka allt sorp.Árið 2008 fékk Stykkishólmur ásamt öðrum sveitarfélögum á Snæfellsnesi umhverfisvottun (Earth Check) og hefur hún verið endurnýjuð á hverju ári síðan þá. Árið 2019 fengu sveitarfélögin á Snæfellsnesi svo Platínu-vottun.

Nánar um umhverfismál hér.

Bæjarbúar í Stykkishólmi eru í daglegu tali nefndir Hólmarar. Í janúar 2019 voru þeir orðnir 1.200 talsins. Það er óhætt að segja að Hólmarar séu félagslyndir því félagslíf blómstrar í bænum. Ótal mörg félög og áhugahópar eru starfræktir allan ársins hring og skipulagt félagsstarf með mesta móti. Íþróttir skipa stóran sess í daglegu lífi Hólmara hvort sem þeir eru sjálfir á vellinum eða úr áhorfendapöllunum, í boltaíþróttum eða annari líkamsrækt.

Stykkishólmur stendur við Breiðafjörð á norðanverðu Snæfellsnesi. Bærinn er í tveggja klukkustunda akstursfjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu. Bærinn stendur á Þórsnesi og er bæjarstæðið einstaklega fallegt. Húsin í bænum gefa Stykkishólmi sérstakt yfirbragð, þar sem tekist hefur að varðveita gömlu bæjarmyndina.