Skipulags- og byggingarfulltrúi

Aðalskipulag - breytingar í auglýsingu

Engar breytingar á aðalskipulagi eru í auglýsingu sem stendur.

Deiliskipulag - breytingar í auglýsingu

Auglýsing um nýtt deiliskipulag við Reitarveg – Stykkishólmsbær.

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar hefur samþykkt á fundi 11. júní 2017 að auglýsa nýja deiliskipulagstillögu samkvæmt 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagstillagan er auglýst samhliða breytingu á aðalskipulagi 2002-2022.

 Markmið skipulagsins og skilmála þess er að leggja grunn að fögru og vel byggðu umhverfi í góðum tengslum við strandlengjuna, til prýði fyrir bæinn. Skipulagið miðar einnig að því að skapa aðstöðu fyrir atvinnustarfsemi og íbúðabyggingar. Með fögru umhverfi og góðri aðkomu er kominn grundvöllur að fjölskrúðugu mannlífi. Þessi markmið nást ekki með skipulaginu einu saman, heldur mun framkvæmd þess, bæði af hálfu lóðarhafanna og sveitarfélagsins ráða mestu um hversu vel tekst til. Í skipulaginu er leitast við að raða byggingum og gefa þeim form, þannig að þau myndi samræmda byggingamassa, heillegar götumyndir, götu- og garðrými.

Deiliskipulagstillagan og greinagerð verður aðgengileg á vef Stykkishólmsbæjar, www.stykkisholmur.is og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa, Hafnargötu 3 á opnunartíma milli klukkan 10-15 frá 16. ágúst 2017 til 28. september 2017 og eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér deiliskipulagstillöguna og koma ábendingum eða athugasemdum á framfæri, skriflega til skipulags- og byggingarfulltrúa Stykkishólmsbæjar, Hafnargötu 7, 340 Stykkishólmur í síðasta lagi 28. september 2017.

LINKUR Á PDF SKJAL - I

LINKUR Á PDF SKJLA - II

 Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi  - Víkurhverfi.

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar hefur samþykkt á fundi  22. júní 2017 að auglýsa breytingu á deiliskipulagi  samkvæmt  1.mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Markmið þessarar deiliskipulagsbreytingar er á suðvesturhluta deiliskipulagsins er lóðum og byggingarreitum breytt þar sem komið er fyrir par- og raðhúsum í stað einbýlishúsa. Götur breytast ekki en komið er fyrir hringtorgi við enda botnlangans. Um miðbik skipulagssvæðisins er heimilaður aukin fjöldi íbúða á byggingarreitum en lóðir og götur eru óbreyttar. Fjölgun íbúða á svæðinu öllu getur að hámarki orðið 27 íbúðir. Nýtingarhlutfall lóða hækkar lítillega frá gildandi deiliskipulagi. Á þrem stöðum er lóðarmörkum breytt til að rýma betur fyrir göngustíg með ströndinni. Á uppdrætti stendur nú við hverja lóð hve margar íbúðir er heimilt að byggja á lóðinni.

 Deiliskipulagsbreytingin verður aðgengileg á vef Stykkishólmsbæjar, www.stykkisholmur.is og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa, Hafnargötu 3 á skrifstofutíma milli klukkan 10-15, frá 16. ágúst 2017 til 28. september 2017 og eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta, hvattir til að kynna sér breytinguna og koma ábendingum eða athugasemdum á framfæri, skriflega til skipulags- og byggingarfulltrúa Stykkishólmsbæjar, Hafnargötu 3, 340 Stykkishólmi, í síðasta lagi 28. september 2017.

LINKUR Á PDF SKJALHlutverk tæknideildar er að hafa umsjón með verklegum framkvæmdum á vegum sveitarfélagsins s.s. viðhaldi fasteigna , gatnakerfi, holræsakerfi, opnum svæðum, sorpmálum og sumarvinnu unglinga. Tæknideildin fer einnig með skipulags- umhverfis- og byggingarmál samkvæmt skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997.

Á tæknideild starfa:
                    Einar Júlíusson, yfirmaður tæknideildar og skipulags- og byggingarfulltrúi
                    Högni Högnason bæjarverksstjóri, áhaldahúsi
                    Hjalti Oddson áhaldahúsi

                    Símanúmer áhaldahúss er 8921189

Vatns- og hitaveita Stykkishólms er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur. Starfsmaður OR í Stykkishólmi er Hörður Karlsson.

Sorptaka er í höndum Íslenska Gámafélagsins ehf . Starfsmaður Íslenska Gámafélagsins í Stykkishólmi er Gunnar Jónsson.  

Upplýsingar um sorphirðu.

Aðalskipulag Stykkishólms er sett fram í greinargerð og á skipulagsuppdrætti og er stefna bæjarfélagsins um landnotkun, samgöngu- og þjónustukerfi, umhverfismál og þróun byggðar í  fram til árið 2022.

Á grundvelli Aðalskipulags er unnið deiliskipulag.
 • Þegar sótt er um byggingar- eða framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmd sem er í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar í þegar byggðu hverfi og deiliskipulag liggur ekki fyrir eða um er að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi skal skipulagsnefnd láta fara fram grenndarkynningu.
 • Grenndarkynning felst í því að skipulagsnefnd kynnir nágrönnum sem taldir eru geta átt hagsmuna að gæta leyfisumsókn eða tillögu að breytingu á skipulagsáætlun og gefur þeim kost á að tjá sig um hana innan tilskilins frests sem skal vera a.m.k. fjórar vikur. Að þeim fresti liðnum og þegar sveitarstjórn hefur afgreitt málið skal þeim sem tjáðu sig um það tilkynnt niðurstaða sveitarstjórnar. Þegar um óverulega breytingu á deiliskipulagi er að ræða sendir sveitarstjórn Skipulagsstofnun samþykkta deiliskipulagsbreytingu.
 • Skipulagsnefnd er heimilt að stytta tímabil grenndarkynningar ef þeir sem hagsmuna eiga að gæta, sbr. 1. mgr., hafa lýst skriflega yfir með áritun sinni á kynningargögn áður en fjórar vikur eru liðnar að þeir geri ekki athugasemdir við skipulagstillöguna eða hina leyfisskyldu framkvæmd. Skipulagsnefnd er heimilt að falla frá grenndarkynningu ef sýnt er fram á að breyting á deiliskipulagi eða leyfisskyld framkvæmd varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda.  (Skipulagslög nr. 123/2010 - 44gr.)

Lausar lóðir til úthlutunar í Stykkishólmi eru eftirfarandi


  • Einbýlishúsalóðir:
   • Hjallatangi 13
   • Hjallatangi 15
   • Hjallatangi 17
   • Hjallatangi 19
   • Hjallatangi 40
   • Hjallatangi 42
   • Hjallatangi 48
   • Laufásvegur 19
   • Sundabakki 2
   • Aðalgata 16

   Parhúsalóðir

   • Sjá ofar undir einbýlishúsalóðir

   Raðhúsalóðir:

   • Engar til.

   Lóð f. verslun og þjónustu

   • Lóðir merktar: 3 á deiliskipulagi við Aðalgötu 31
   • Lóðir merktar: 4 á deiliskipulagi við Aðalgötu 31
   • Lóðir merktar: 5 á deiliskipulagi við Aðalgötu 31
   • Lóðir merktar: 6 á deiliskipulagi við Aðalgötu 31
   • Lóðir merktar: 7 á deiliskipulagi við Aðalgötu 31
   • Lóðir merktar: 8 á deiliskipulagi við Aðalgötu 31
   • Lóðir merktar: 9 á deiliskipulagi við Aðalgötu 31
   • Aðalgata 17
   • Borgarbraut 3
  • Athafnalóðir:
   • Fákaborg 5
   • Fákaborg 9
   • Nesvegur 12
   • Nýrækt 3
   • Dýraspítali/Dýralæknir: Nýrækt 16 (hafið samband við skipulags- og byggingarfulltrúa eða bæjarstjóra)
  • Annað:
   • Það eru til svæði innan bæjarmarkanna sem eru skilgreind sem athafnarsvæði eða viðskipta- og þjónustusvæði samkvæmt aðalskipulagi 2002-2022 en eru ódeiliskipulögð, helst ber að nefna svæði merkt A1, A2, A3 og svo svæði við Sundvík. (endilega hafið samband við skipulags- og    byggingarfulltrúa eða bæjarstjóra til að fá frekari upplýsingar) 

Hér undir þessum link er hægt að nálgast staðsetningar á lóðum - smella hér. 

Víkurhverfi - Deiliskipulag (linkur)

Víkurhverfi - Götunöfn og númer (linkur)

Hér undir þessum link er hægt að nálgast umsóknareyðublað - smella hér.

Aðalskipulag Stykkishólmsbæjar 2002-2022

Hjallatangi - mæliblað

Nánari upplýsingar um lóðir þessar gefur byggingarfulltrúi.