Þjónusta Stykkishólmsbæjar
.png?proc=250x250)
Bæjarstjórn og bæjarráð hafa fundaraðstöðu í Ráðhúsinu. Nefndir bæjarins funda einnig í húsinu.
Minjavörður Vesturlands og Vestfjarða, Náttúrustofa Vesturlands og Háskólasetur Snæfellsness hafa aðsetur í Ráðhúsinu.
Stykkishólmsbær er aðili að Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) og Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Markmið SSV er m.a. að:vinna að hagsmunum sveitarfélaganna á Vesturlandi, einkum í atvinnu-, efnahags-, mennta-, skipulags-, samgöngu- og félagsmálum.efla samstarf sveitarfélaganna og auka kynningu sveitarstjórnarmanna.styrkja þjóðfélagslega aðstöðu landshlutans.Samtökunum er ætlað að starfa í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga eftir því sem við verður komið.
Samband íslenskra sveitarfélaga vinnur að eflingu samstarfs íslenskra sveitarfélaga og að hvers konar hagsmunamálum þeirra. Verulegur hluti starfseminnar felst í hagsmunagæslu fyrir sveitarfélögin gagnvart ríkisvaldinu og öðrum innlendum og erlendum aðilum. Sambandið mótar stefnu sveitarfélaganna til einstakra mála og hefur því náin samskipti við ríkisstjórn og Alþingi.