Bókasafn

Amtsbókasafnið í Stykkishólmi

Amtsbókasafnið
Borgarbraut 6a
Sími: 433 8160
Fax: 438 1081 
Netfang: amtsty@stykkisholmur.is

Opnunartími Amtsbókasafnsins:

Mánudagar

14:00-18:00

Þriðjudagar

14:00-17:00

Miðvikudagar

14:00-17:00

Fimmtudagar

14:00-17:00

Föstudagar

Lokað

 

Starfsemi og þjónusta
Útlán bóka og annarra gagna. Upplýsingaþjónusta og millisafnalán. Aðgangur að Interneti og ritvinnslu fyrir almenning. 
 

Aðild að bókasafni

Aðild að bókasafni er gefin út á einstakling og er óheimilt að nota kennitölu annarra. Aðild er frí fyrir eldri borgara og öryrkja og fyrir börn að 18 ára aldri. Einungis er greitt eitt gjald fyrir hvert heimili en mælst er til þess að fullorðnir einstaklingar fái lánað á sína eigin kennitölu. Börn geta fengið aðild um leið og þau eru komin með kennitölu. Með barnaaðild er einungis hægt að fá að láni barnabækur. Allir grunnskólanemar fá aðild sér að kostnaðarlausu og reiknast ekki sektir á útlán þeirra.

Útlán og skil

Bækur og hljóðbækur eru að jafnaði lánaðar út í 30 daga nema annað standi á safnefninu. Tímarit eru lánuð í 14 daga. Endurnýja má lán á safnefni einu sinni, á safninu, á leitir.is eða með símtali á bókasafnið. Fullorðnir mega hafa 20 bækur, tímarit eða mynddiska að láni í einu. Börn mega hafa 10 bækur, tímarit eða mynddiska að láni í einu. Dagsektir reiknast á efni sem komið er fram yfir skiladag samkvæmt gjaldskrá.

Meðferð á safnefni

Það er allra hagur að vel sé farið með safnefnið. Glatist eða skemmist safnefni í vörslu lánþega er það á hans ábyrgð og þarf hann að greiða andvirði þess samkvæmt gjaldskrá. Forráðamenn bera ábyrgð á því efni sem börn fá að láni.

Skráðu netfangið þitt

Áminning um skiladag er að jafnaði send til þeirra sem eru með netfang sitt skráð. Vert er þó að benda á að það er alfarið á ábyrgð lánþegans að gögnum sé skilað á réttum tíma. Ef gögnum safnsins er skilað eftir að útlánstími rennur út eru greiddar dagsektir samkvæmt gjaldskrá.

Lykilorð

Lánþegum gefst kostur á að velja sér lykilorð með aðild sinni. Lykilorðið er notað til að komast á „mínar síður“ á leitir.is og til að skrá sig inn á Rafbókasafnið. Á síðunni leitir.is er hægt að endurnýja safnefni, ef ekki liggur fyrir pöntun á því, skoða útlánasögu og panta efni sem er í útláni.

 

Viðbætur við gjaldskrá:

Hámarkssekt á gagn: 700 krónur

Hámarkssekt á einstakling 7000 krónur

Viðmiðunargjald fyrir glötuð gögn og gögn sem skemmast í meðförum lánþega:

Bækur og hljóðbækur 3.000 kr.

Mynddiskar 2.500 kr.

Tímarit 200 kr.

Ef um ný gögn er að ræða (innan við tveggja ára) gildir innkaupsverð.

Smellið hér til að skoða gjaldskrána í heild sinni.