Skólar

 

Stykkishólmsbær rekur leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla skv. lögum og reglum þar að lútandi.

Vefsíður skólanna:

Stykkishólmsbær rekur námsver í gömlu flugstöðinni. S.l. ár hafa nemendur Háskóla Íslands, Háskóla Akureyrar og Háskólans á Bifröst, búsettir í Stykkishólmi og nágrenni, nýtt sér aðstöðuna í háskólanámi. Aðstaðan býður upp á móttöku kennslustunda í rauntíma frá HÍ og HA þar sem nemandi staddur í Stykkishólmi tekur einnig þátt í kennslustundum. Auk þess er einnig hægt að senda kennslustundir frá Stykkishólmi á sömu staði. Upplýsingar um námsver veitir starfsfólk bæjarskrifstofunnar í Stykkishólmi.
 

Fjölbrautarskóli Snæfellinga er staðsettur í Grundarfirði en sveitarfélögin á Snæfellsnesi í nafni Jeratúns ehf eiga og reka húsnæði skólans.

Skóla- og félagsþjónusta Snæfellinga er rekin af sveitarfélögunum fimm á Snæfellsnesi.

Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Snæfellsnesi er einnig staðsett í Stykkishólmi.