Stykkishólmshöfn

Stykkishólmshöfn

Mynd af sveitarfélagi

Hafnarvogin

Hafnargötu 6
340 Stykkishólmi

Netfang: hofn@stykkisholmur.is
Sími: 433 8126, 861 1487
Fax: 438 1687

Stykkishólmshöfn veitir þjónustu við allar stærðir báta og skipa upp að 130 m. lengd.
Hafnarstjóri: Jakob Björgvin Jakobsson
Hafnarvörður, lóðs, og vigtarmaður: Hrannar Pétursson, hs. 438-1657
Verndarfulltrúi: Hrannar Pétursson hs. 438-1657
Til vara Símon Már Sturluson, hs. 438-1474. 

Gjaldskrá Stykkishólmshafnar 2019

Upplýsingar um Stykkishólmshöfn

Áætlun um móttöku og meðhöndlun úrgangs  frá skipum 2016

Bláfáninn

Föstudaginn 13. júní 2003 afhenti Landvernd smábátahöfninni í Stykkishólmi Bláfánann við hátíðlega athöfn. Smábátahöfnin í Stykkishólmi er fyrsta höfnin til að hljóta þessa alþjóðlegu viðurkenningu hér á landi. Á Hvítasunnudag 30. maí sl. færði fulltrúi Landverndar höfninni Bláfánann 2004 og hefur Stykkishólmshöfn heimild til að flagga fánanum fram til 15. október nk.

Bláfáninn er alþjóðlegt merki fyrir hafnir sem uppfylla ströng skilyrði í umhverfis- og öryggismálum og hefur þann tilgang að stuðla að verndun umhverfis smábátahafna og baðstranda. Smábátahöfnum er veittur Bláfáninn hafi þær lagt sig fram um að vernda umhverfið, bæta öryggismál og aðstöðu í höfninni og veita fræðslu um náttúruna og umhverfisvernd. Þessi viðleitni á að treysta verndun umhverfis hafnarinnar og alla þá þjónustu sem höfnin býður upp á og vera öllum þeim sem nota eða heimsækja höfnina til hagsbóta.

Það eru alþjóðasamtökin Foundation for Enviromental Education, sem Landvernd á aðild að, sem standa að baki þessu merki. Íslensk dómnefnd fór yfir umsóknirnar frá viðkomandi hafnarstjórnum og í apríl 2003 voru þær lagðar fyrir evrópska dómnefnd sem samþykkti Bláfánann til Stykkishólms.

Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, formaður Landverndar flutti ávarp og afhenti hafnarstjórn fánann. Síðan flutti Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, ávarp og þakkaði Landvernd fyrir að sjá um Bláfánann á Íslandi og stuðla þannig að bættri umgengni og meira öryggi í höfnum landsins. Hafnarsvæðið er tvískipt, eldri höfnin er við Súgandiseyjar en varnargarður austan við bryggjurnar lokar sundinu milli Súgandiseyjar og lands. Í Skipavík er hinn hluti hafnarinnar.

Bryggjur

Skipavíkurbryggja

Tveir kantar; vesturkantur er 30 m langur og norðurkantur er 60 m langur. Í Skipavíkurhöfn er steypt upptökubraut fyrir smábáta. Dýpi: 5,6 m.

Ferjubryggja við Súgnadisey.

Aðstaða fyrir Breiðafjarðarferjuna Baldur. Þar er einnig 26 m.langt stálþil. Dýpi: 4 m

Hafskipabryggjan (Stóra-bryggja)

Er byggð ofan á Stykkið sem bærinn ber nafn sitt af. Viðlegukantar þar eru 53 m, 40 m, 93 m og 30 m. Við hafskipabryggjuna liggja stærri fiskibátar og ferjan Brimrún. Dýpi: 5,8 m

Básaflotbryggja og Olíuflotbryggja

Þar eru leigukvíar fyrir smábáta.

Gamlaflotbryggja og Krikaflotbryggja

Þar er almennt leigupláss fyrir smábáta.

Steinbryggjan (Litlabryggja)

Viðlegukantar þar eru 100 m. að lengd. Dýpi: Um 2-3 m.

Bryggjuþjónusta

Rafmagn er við allar bryggjur og vatn er við allar stærri bryggjur og Krikaflotbryggju.

Löndunarkranar eru tveir og eru á Steinbryggju (Litlubryggju). Sorpgámar eru á öllum bryggjum.

Olís er með dælu á Olíuflotbryggju. Aðgangur að henni er með lykli, nánari upplýsingar eru á Bensínstöðinni (sími 438-1254).

N1 er einnig með kortadælu á Olíuflotbryggju.

Hægt er að ganga út í Súgandisey og eru göngustígar um eyna. Fallegt útsýni er þaðan yfir bæinn og um Breiðafjörð. Þar er einnig svokallað Ástarhreiður og bekkur til að tylla sér á og njóta útsýnisins. Vitinn á Súgandisey var reistur árið 1897 á Gróttu á Seltjarnarnesi og fluttur á Súgandisey árið 1942.