Sundlaug

Sundlaug

Mynd af sveitarfélagi

Sundlaug og íþróttamiðstöð Stykkishólms

Borgarbraut 4

340 Stykkishólmi

Sími/tel: 433-8150 & 865-6232

sund@stykkisholmur.is

Facebook síða sundlaugarinnar

  

Sumaropnunartími sundlaugarinnar er frá 1. júní til 31. ágúst

 

Forstöðumaðuríþróttamiðstöðvar er Arnar Hreiðarsson

Starfsmenn: 7

Opnunartími sundlaugar:

Athugið að hætt er að hleypa ofan í laugina 30 mínútum fyrir lokun
 

Sumaropnunartími 1. júní til 31. ágúst

Mánudaga-fimmtudaga

kl. 07.05 - 22.00

Föstudaga

kl. 07.05 - 19.00

Laugardaga-sunnudaga

kl. 10.00 - 18.00

Vetraropnunartími 1. september til 31. maí.

Mánudaga-fimmtudaga

kl. 07.05 - 22.00

Föstudaga

kl. 07.05 - 22.00

Laugardaga

kl. 10.00 - 17.00

Sunnudaga

kl. 12.00 - 17.00

 

Íþróttamannvirki:

Íþróttahús:

  • Í húsinu er 300 manna áhorfendastúka og 25x45 m salur sem rúmar handboltavöll í löglegri stærð, körfuboltavöll, þrjá æfingavelli fyrir körfubolta, þrjá blakvelli og sex badmintonvelli. Góð aðstaða er fyrir æfingabúðir með gistiaðstöðu í grunnskóla. Þá er í húsinu líkamsræktarstöðin Átak.
  • Sundlaug: 25x12 m útisundlaug með 57 m vatnsrennibraut, vaðlaug og tveimur heitum pottum, 12 m innilaug sem einkum er ætluð sem kennslu- og þjálfunarlaug. Í heitupottunum er heilsuvatn sem kemur beint úr borholunni við Hofstaði, en vatnið er gott sem meðferð við ýmisskonar húðvandamálum, svo sem exemi og psoriasis. Einnig er 4°-6° kaldur pottur með sírennsli.
  • Íþróttavöllur: Knattspyrnuvöllurinn er 104x67m grasvöllur. Umhverfis hann eru hlaupabrautir og á svæðinu önnur hefðbundin aðstaða til frjálsíþrótta. Áhorfendapallar sem taka uþb. 600 manns í sæti.
  • Sparkvöllur: Sparkvöllur var byggður upp við Íþróttamiðstöðina sumarið 2005 í samstarfi við KSÍ. Völlurinn er upphitaður og flóðlýstur og bætir aðstöðu fótboltafólks á öllum aldri til að iðka sína íþrótt allan ársins hring.

Einstakt vottað vatn

Nýverið fékk Heilsuefling Stykkishólms ehf. vottun á heita vatninu í Stykkishólmi. Sú vottun kemur frá þýskri stofnun, Institut Fresenius, sem sérhæfir sig í vatns og umhverfisvottun. Segja þeir vatnið sérstaklega gott og þá einna helst við stoðkerfasjúkdómum en mæla einnig með því til drykkjar líkt og tíðkast víða í Evrópu. En þar drekka menn salt-og steinefnaríkt vatn sér til heilsubótar og yngingar.

Vatnið í Stykkishólmi hefur einnig reynst mjög gott á psoriasis sár og exem og hefur veitt mörgum ágætis bata sem þjást af þeim sjúkdómum. Hafa menn komið víða að til að baða sig í vatninu og sumir jafnvel fengið flösku af vatni til að taka með sér heim. Vatnið í Stykkishólmi er á margan hátt sérstakt, það er basískt (pH 8,45) og inniheldur allmikið af uppleystum efnum sem eru einkum natríumklóríð og kalsíumsölt. Vatnið er jafnframt líkt að efnainnihaldi því vatni sem frá forsögulegum tímum hefur verið notað til baða í baðstaðnum Baden Baden í Þýskalandi.

Frábært kalt vatn!

Kalda vatnið, sem einnig var sóst eftir vottun á, fékk frábæra einkunn og er mælt með því til útflutnings, þá sérstaklega til að blanda mjólk handa ungabörnum. Vatnið fékk hins vegar ekki vottun vegna þess að það kemur úr lind en ekki úr holu. En ákveðnir staðlar eru settir fyrir því að vatn fái vottun og er einn sá að vatnið komi úr borholu.

Hólmarar hafa því fengið staðfestan grun sinn um að í krönum þeirra renni einstakt vatn sem og að vatnið í heitum pottunum við sundlaugina hafi lækningamátt.

Heimasíða Institut fresenius  

Sundlaug