Fara í efni

Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Jónsnes - Flokkur 2,

Málsnúmer 2404027

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 34. fundur - 10.04.2024

Kristján Bjarnason, fyrir hönd landeiganda, sækir um byggingarleyfi fyrir 523 m2 frístundarhúsi á einni hæð og kjallara í landi Jónsness í eyju eða hólma sem kallast Nónnes.



Húsið verður á staðsteyptum sökklum burðargrind veggja og þaks verður timbur. Klætt að utan með timburklæðningu.
Þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag fyrir svæðið, vísar byggingarfulltrúi erindinu til skipulagsnefndar.

Skipulagsnefnd - 21. fundur - 15.04.2024

Lögð fram umsókn um byggingarleyfi fyrir 523 m2 frístundarhúsi á einni hæð og kjallara í landi Jónsness í eyju eða hólma sem kallast Nónnes.



Húsið verður á staðsteyptum sökklum burðargrind veggja og þaks verður timbur. Klætt að utan með timburklæðningu.



Þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag fyrir svæðið, vísaði byggingarfulltrúi erindinu til skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í fyrirliggjandi byggingaráform en sér sér ekki fært á þessum tímapunkti að veita jákvætt vilyrði fyrir samþykkt byggingarleyfis enda bera teikningar með sér að gera þurfi grein fyrir nýrri aðkomuleið upp í eyjuna sem og öðrum nauðsynlegum upplýsingum. Bendir nefndin m.a. á að samkvæmt gr. 5.3.2.14 í skipulagsreglugerð skal ekki reisa mannvirki, á svæðum utan þéttbýlis, nær vötnum, ám eða sjó en 50 metra og því þarf að aðlaga staðsetningu byggngarreits á eyjunni til samræmis við ákvæðið.

Skipulagsnefnd tekur hins vegar jákvætt í það að veita landeiganda heimild til skipulagsgerðar skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslega. Á þeim grunni hvetur skipulagsnefnd landeiganda til þess að óska eftir því við sveitarfélagið að hann fái heimild til þess að vinna sjálfur að gerð deiliskipulags í landi Jónsness, en í því felst að landeigandi skal þá taka saman lýsingu á skipulagsverkefninu, sbr. 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga, og skal hún vera lögð fyrir skipulagsnefnd á sama tíma og beiðni um heimild til að vinna tillögu að deiliskipulagi. Skoða þarf sérstaklega hvort umrætt deiliskipulag með fyrirhugðum áformum kalli á aðalskipulagsbreytingu.

Bæjarráð - 21. fundur - 18.04.2024

Lögð fram umsókn um byggingarleyfi fyrir 523 m2 frístundarhúsi á einni hæð og kjallara í landi Jónsness í eyju eða hólma sem kallast Nónnes.



Húsið verður á staðsteyptum sökklum burðargrind veggja og þaks verður timbur. Klætt að utan með timburklæðningu.



Þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag fyrir svæðið, vísaði byggingarfulltrúi erindinu til skipulagsnefndar.



Skipulagsnefnd tók, á 21. fundi sínum, jákvætt í fyrirliggjandi byggingaráform en sá sér ekki fært á þessum tímapunkti að veita jákvætt vilyrði fyrir samþykkt byggingarleyfis enda bera teikningar með sér að gera þurfi grein fyrir nýrri aðkomuleið upp í eyjuna sem og öðrum nauðsynlegum upplýsingum. Bendir nefndin m.a. á að samkvæmt gr. 5.3.2.14 í skipulagsreglugerð skal ekki reisa mannvirki, á svæðum utan þéttbýlis, nær vötnum, ám eða sjó en 50 metra og því þarf að aðlaga staðsetningu byggngarreits á eyjunni til samræmis við ákvæðið. Skipulagsnefnd tekur hins vegar jákvætt í það að veita landeiganda heimild til skipulagsgerðar skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslega. Á þeim grunni hvetur skipulagsnefnd landeiganda til þess að óska eftir því við sveitarfélagið að hann fái heimild til þess að vinna sjálfur að gerð deiliskipulags í landi Jónsness, en í því felst að landeigandi skal þá taka saman lýsingu á skipulagsverkefninu, sbr. 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga, og skal hún vera lögð fyrir skipulagsnefnd á sama tíma og beiðni um heimild til að vinna tillögu að deiliskipulagi. Skoða þarf sérstaklega hvort umrætt deiliskipulag með fyrirhugðum áformum kalli á aðalskipulagsbreytingu.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar afgreiðslunni til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn - 24. fundur - 24.04.2024

Lögð fram umsókn um byggingarleyfi fyrir 523 m2 frístundarhúsi á einni hæð og kjallara í landi Jónsness í eyju eða hólma sem kallast Nónnes.



Húsið verður á staðsteyptum sökklum burðargrind veggja og þaks verður timbur. Klætt að utan með timburklæðningu.



Þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag fyrir svæðið, vísaði byggingarfulltrúi erindinu til skipulagsnefndar.



Skipulagsnefnd tók, á 21. fundi sínum, jákvætt í fyrirliggjandi byggingaráform en sá sér ekki fært á þessum tímapunkti að veita jákvætt vilyrði fyrir samþykkt byggingarleyfis enda bera teikningar með sér að gera þurfi grein fyrir nýrri aðkomuleið upp í eyjuna sem og öðrum nauðsynlegum upplýsingum. Bendir nefndin m.a. á að samkvæmt gr. 5.3.2.14 í skipulagsreglugerð skal ekki reisa mannvirki, á svæðum utan þéttbýlis, nær vötnum, ám eða sjó en 50 metra og því þarf að aðlaga staðsetningu byggngarreits á eyjunni til samræmis við ákvæðið. Skipulagsnefnd tekur hins vegar jákvætt í það að veita landeiganda heimild til skipulagsgerðar skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslega. Á þeim grunni hvetur skipulagsnefnd landeiganda til þess að óska eftir því við sveitarfélagið að hann fái heimild til þess að vinna sjálfur að gerð deiliskipulags í landi Jónsness, en í því felst að landeigandi skal þá taka saman lýsingu á skipulagsverkefninu, sbr. 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga, og skal hún vera lögð fyrir skipulagsnefnd á sama tíma og beiðni um heimild til að vinna tillögu að deiliskipulagi. Skoða þarf sérstaklega hvort umrætt deiliskipulag með fyrirhugðum áformum kalli á aðalskipulagsbreytingu.



Bæjarráð samþykkti, á 21. fundi sínum, afgreiðslu skipulagsnefndar og vísaði afgreiðslunni til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar.
Getum við bætt efni síðunnar?