Fara í efni

Bæjarstjórn

24. fundur 24. apríl 2024 kl. 16:45 - 19:02 á Amtsbókasafninu í Stykkishólmi
Nefndarmenn
  • Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir aðalmaður
  • Hrafnhildur Hallvarðsdóttir (HH) Forseti
  • Þórhildur Eyþórsdóttir aðalmaður
  • Ragnar Ingi Sigurðsson aðalmaður
  • Ragnar Már Ragnarsson aðalmaður
  • Haukur Garðarsson (HG) aðalmaður
  • Heiðrún Höskuldsdóttir (HHÖ) aðalmaður
Starfsmenn
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
  • Þór Örn Jónsson bæjarritari
  • Jón Sindri Emilsson starfsmaður tæknisviðs
Fundargerð ritaði: Þór Örn Jónsson bæjarritari
Dagskrá

1.Stjórn Náttúrustofu Vesturlands - 4

Málsnúmer 2404005FVakta málsnúmer

Lögð fram 4. fundargerð stjórnar Náttúrustofu Vesturlands.
Lagt fram til kynningar.

2.Skipulagsnefnd - 21

Málsnúmer 2404003FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 21. fundar skipulagsnefndar.
Lagt fram til kynningar.

3.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 34

Málsnúmer 2404002FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 34. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.
Lagt fram til kynningar.

4.Hafnarstjórn (SH) - 6

Málsnúmer 2404001FVakta málsnúmer

Lögð fram 6. fundargerð hafnarstjórnar.
Lagt fram til kynningar.

5.Skóla- og fræðslunefnd - 13

Málsnúmer 2403005FVakta málsnúmer

Lögð fram 13. fundargerð skóla- og fræðslunefndar.
Lagt fram til kynningar.

6.Bæjarráð - 21

Málsnúmer 2404004FVakta málsnúmer

Lögð fram 21. fundargerð bæjarráðs.
Lagt fram til kynningar.

7.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 2112008Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 946. fundar stjórnar sambandsins frá 15. mars 2024.
Lagt fram til kynningar.

8.Fundargerðir Jeratúns ehf.

Málsnúmer 2006001Vakta málsnúmer

Lögð farm fundargerð stjórnarfundar Jeratúns ásamt ársreikning.
Lagt fram til kynningar.

9.Stofnun barnaverndarþjónustu Snæfellsness, Borgarbyggðar & Hvalfjarðarsveitar

Málsnúmer 2403002Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkti, á 20. fundi sínum, að fara í samstarf í formi leiðandi sveitarfélags um barnaverndarþjónustu, sbr. barnaverndarlög nr. 80/2002, á Vesturlandi þar sem Borgarbyggð mun taka að sér að vera leiðandi sveitarfélag. Bæjarstjórn samþykkti einnig að fela bæjarstjóra að útfæra nánar fyrirliggjandi drög að viðauka/samningi um samstarf sveitarfélaganna í samráði við sveitarstjóra annarra sveitarfélaga sem einnig hafa samþykkt umrætt samstarf. Bæjarstjóra var falið að undirrita viðaukann/samninginn að lokinni þeirri vinnu og leggja fyrir sveitarstjórn til síðari umræðu til staðfestingar.



Bæjarráð samþykkti, á 21. fundi sínum, samning um samstarf og stofnun barnaverndarþjónustu Snæfellsness, Borgarbyggðar og Hvalfjarðarsveitar og vísaði honum til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir samning um samstarf og stofnun barnaverndarþjónustu Snæfellsness, Borgarbyggðar og Hvalfjarðarsveitar.

Bæjarstjórn felur bæjarstjóra frágang málsins í samráði og samvinnu við önnur sveitarfélög og auglýsa breytinguna í B-deild stjórnartíðinda.

10.Samþykkt um stjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms

Málsnúmer 2208025Vakta málsnúmer

Bæjarráð lagði til við bæjarstjórn á 20. fundi sínum að samþykkt um stjórn sveitarfélagsins verði breytt í samræmi við nýju þátttöku sveitarfélagsins um barnaverndarmál. Með vísan til afgreiðslu bæjarráðs er lögð fram til fyrri umræðu tillaga um breytingu á samþykkt um stjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms sem felur í sér viðauka við samþykktina í tengslum við samstarf um barnaverndarþjónustu, þar á meðal framsal á valdi í barnaverndarþjónustu frá sveitarfélaginu til Borgarbyggðar.



Bæjarstjórn samþykkti að vísa tillögu að breytingu á samþykkt um stjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms til síðari umræðu í bæjarstjórn.



Bæjarráð samþykkti, á 21. fundi sínum, að vísa tillögu að breytingu á samþykkt um stjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykktir breytingar á samþykkt um stjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms.

Bæjarstjórn felur bæjarstjóra frágang málsins í samráði og samvinnu við önnur sveitarfélög og auglýsa breytinguna í B-deild stjórnartíðinda.

11.Framtíðaráform Vatnasafns

Málsnúmer 2010035Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að nýjum samningi um Vatnasafn ásamt tillögu bæjarstjóra að skipun vinnuhóps um framtíðaáform Vatnasafns.



Bæjarráð samþykkti, á 21. fundi sínum, tillögu bæjarstjóra um að skipaður verði þriggja manna vinnuhópur um framtíðaráform Vatnasafns og að vinnuhópinn skipi tveir fulltrúar aðalmanna í bæjarráði, einn frá hvorum lista, ásamt formanni safna- og menningarmálanefndar.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarstjórn samþykkir að skipa Hrafnhildi Hallvarðsdóttur (formann) og Ragnar Má Ragnarsson, ásamt Viktoríu Líf Ingibergsdóttur, í vinnuhóp um framtíðaráform Vatnasafns.

12.Íþróttastefna Sveitarfélagsins Stykkishólms

Málsnúmer 1905025Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri Stykkishólmsbæjar lagði til á 608. fundi bæjarráðs að unnin verði Íþróttastefna Stykkishólmsbæjar eða eftir atvikum verði leitað samstarfs við HSH og sveitarfélaganna á Snæfellsnesi um sameiginlega stefnu í þessum efnum. Bæjarráð vísaði tillögunni til umfjöllunar og umsagnar í æskulýðs- og íþróttanefnd sem lagði til á 78. fundi sínum að leitað yrði eftir samstarfi við HSH og sveitafélögin á Snæfellsnesi um sameiginlega íþróttastefnu.



Með sameiginlegri íþróttastefnu, hvort sem hún verði sameiginleg stefna sveitarfélaga á Snæfellsnesi eða sameiginleg stefna með íþróttahreyfingunni á Snæfellsnesi, er m.a. verið að stefna að því vinna í samræmi við markmið og aðgerðir sem fram koma í stefnumótun mennta- og menningarmálaráðuneytisins í íþróttamálum 2019-2030, en með sameiginlegri stefnu er jafnframt tilgangurinn að auka samvinnu og samstarf á sviði íþróttamála á Snæfellsnesi.



Bæjarráð fól bæjarstjóra og tómstunda- og æskulýðsfulltrúa Stykkishólmsbæjar að kanna áhuga sveitarfélaga á Snæfellsnesi og HSH um sameiginlega íþróttastefnu Snæfellinga. Í svarbréfum annarra sveitarfélaga á Snæfellsnesi var ljóst að ekki var sátt um að móta slíka sameiginlega stefnu.



Æskulýðs- og íþróttanefnd lagði því til, á 83. fundi sínum, að hafist verði handa við að vinna að íþrótta- og tómstundastefnu með aðgerðaráætlun. Þar var lagt upp með að tómstunda- og æskulýðsfulltrúi muni vinna að drögum að íþrótta- og tómstundastefnu í samstarfi við nefndina á grunni stefnumótunar mennta- og menningarmálaráðuneytis í íþróttamálum. Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar samþykkti á 411. fundi sínum að æskulýðs- og tómstundafulltrúi vinni íþróttastefnu Stykkishólmsbæjar í samvinnu við æskulýðs- og íþróttanefnd.



Lögð fram tillaga bæjarstjóra að skipun starfshóps í samræmi við umræður bæjarfulltrúa með UMF Snæfells, ásamt drögum að erindisbréfi, sem byggð er á forsögu málsins.



Bæjarráð samþykkti, á 21. fundi sínum, tillögu bæjarstjóra um skipun starfshóps ásamt drögum að erindisbréfi.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarstjóra um skipun starfshóps ásamt drögum að erindisbréfi.

Bæjarstjórn skipar eftirtalda í starfshópinn sem fulltrúa sveitarfélagsins:
Ragnar Ingi Sigurðsson, bæjarfulltrúi fulltrúi H-lista í bæjarstjórn (formaður)

Heiðrún Höskuldsdóttir, bæjarfulltrúi Í-lista
Birta Antonsdóttir, formaður æskulýðs- og íþróttanefndar
Hjörleifur Kristinn Hjörleifsson, fulltrúi af UMF Snæfells
Daniel Ali Kazmi, fulltrúi af UMF Snæfells
Ragnar Ingi Sigurðsson vék af fundi.

13.Birkilundur - br á aðalskipulagi

Málsnúmer 2309024Vakta málsnúmer

Lögð fram vinnslutillaga að breytingu á aðalskipulagi við Birkilund, en skipulagslýsing var kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga frá 14. febrúar til 13. mars 2024 í skipulagsgátt.



Fyrirhuguð breyting tekur til Birkilunds í landi Saura. Skipulagssvæðið er nú þegar að mestu byggt frístunda- og íbúðarhúsum en með breytingunni verður landnotkun á hluta svæðisins breytt úr frístundabyggð og landbúnaði í verslunar- og þjónustusvæði fyrir útleiguhús, svæði fyrir íbúðarbyggð stækkað um 3,8 ha og landbúnaðarsvæði minnkað sem því nemur. Samhliða tillögu að aðalskipulagsbreytingu verður unnin tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir Birkilund.



Skipulagsnefnd tók á 20. fundi sínum jákvætt í að skoða stækkun á íbúðarsvæði í vegna aðalskipulagsbreytinga við Birkilund, sem nái þá til lóðar 44. Skiplagsnefnd vísaði að öðru leyti athugasemdum til yfirferðar og vinnslu hjá hönnuði þannig að taka megi tillit til þeirra, eftir atvikum, í endanlegri tillögugerð að aðalskipulagsbreytingu.



Á 21. fundi sínum óskaði skipulagsnefnd eftir því, í samræmi við áherslur nefndarinnar á síðasta fundi, að landnotkun á lóð 44. verði breytt á aðalskipulagsuppdrætti úr frístundalóð í íbúðarlóð, til samræmis við óskir lóðarhafa, sé þess nokkur kostur og tefji það ekki málið, enda mun að öðrum kosti umrædd lóð standa stök sem frístundalóð og að mati nefndarinnar fer betur á því að íbúðarsvæðið skapi heildstæðari mynd með umræddi lóð sem íbúðalóð. Skipulagsnefnd lagði til við bæjarstjórn að samþykkja framlagða tillögðu að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna Birkilundar til kynningar á vinnslustigi í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, eftir atvikum með framangreindri breytingu.



Bæjarráð samþykkti, á 21. fundi sínum, afgreiðslu skipulagsnefndar og vísaði henni til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar.

14.Birkilundur - Deiliskipulag

Málsnúmer 2209002Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir Birkilund.



Í gildi er deiliskipulag fyrir Birkilund frá 1984, sem tók gildi árið 1987. Samkvæmt því er gert ráð fyrir 44 lóðum frir frístundahús en engir skilmálar fylgja því skipulagi. Árið 2002 var unnin breytingartillaga á deiliskipulaginu sem fól í sér heildarendurskoðun og fjölgun lóða. Tillagan var auglýst og samþykkt í sveitarstjórn en tók aldrei lögformlega gildi þar sem hún var ekki auglýst í B-deild Stjórnartíðinda. Árið 2006 var að nýju unnin tillaga að deiliskipulagsbreytingu sem byggði á tillögunni frá 2002. Í þeirri tillögu var frístundabyggðin stækkuð um tæpa 5 hektara, íbúðarlóðum fjölgað um tvær og 11 frístundarlóðum breytt í íbúðarlóðir. Jafnframt voru byggingarreitir skilgreindir og skilmálar uppfærðir. Þó svo að sú tillaga hafi verið notuð til grundvallar veitingu byggingarleyfa í gegnum tíðina öðlaðist hún aldrei lögformlegt gildi. Markmið deiliskipulagsins er að setja fram skilmála og hnitfesta uppdrátt sem er í samræmi við reglugerðir og lög á grunni þeirra skipulagsáætlana sem unnar hafa verið, en deiliskipulagið byggir þó að mestu leyti á deiliskipulagstillögunni frá 2006.



Innan deiliskipulagssvæðisins eru skilgreindar 40 frístundalóðir sem eru nú þegar stofnaða, nema Birkilundur 16a, og búið að byggja á sumum lóðum. Á norðanverðu svæðinu eru skilgreindar 15 íbúðarlóðir sem eru nú þegar stofnaðar og byggðar, allar nema Birkilundur 35, 40a, 50a og 50b. Einnig er gert ráð fyrir stórri lóð fyrir útileguhús að austanverðu skipulagssvæðisins. Lóðirnar eru á bilinu 3025 m2 til 27.249 m2 að stærð, en flestar eru um 5000 m2.



Á 21. fundi sínum taldi skipulagsnefnd, á grunni 3. mgr. 40. gr. skipulagslega, ekki forsendur til gerðar sérstakrar skipulagslýsingar vegna fyrirhugaðs deiliskipulags og lagði því til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu til kynningar og umsagna á vinnslustigi í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, eftir atvikum með áorðnum breytingum á aðalskipulagstillögu.



Bæjarráð samþykkti, á 21. fundi sínum, afgreiðslu skipulagsnefndar og vísaði henni til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar.
Ragnar Ingi kom aftur inn á fundinn.

15.Vigraholt (Saurar 9) - aðalskipulagsbreyting og nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 2306018Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi, ásamt umhverfisskýrslu og viðbrögðum við athugasemdum, en tillagan var kynnt á vinnslustigi skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga frá 1. mars til 15. mars 2024 í skipulagsgátt.



Aðalskipulagsbreytingin felst í breytingu á landnotkun úr frístundabyggð og landbúnaðarlandi í frístundabyggð, íbúðarbyggð og verslun og þjónustu og færslu á mörkum landnotkunarreita samkvæmt því.



Skipulagsnefnd lagði, á 21. fundi sínum, til við bæjarstjórn að framlögð tillaga að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna Vigraholts verði samþykkt í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 31 sömu laga að undangenginni samþykkt Skipulagsstofnunar.



Bæjarráð samþykkti, á 21. fundi sínum, afgreiðslu skipulagsnefndar og vísaði henni til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar.

16.Vigraholt (Saurar 9) - Deiliskipulag

Málsnúmer 2404030Vakta málsnúmer

Lagður fram til afgreiðslu á vinnslustigi deiliskipulagsuppdráttur ásamt deiliskipulagsgreinargerð, skýringaruppdrætti deiliskipulags og umhversisskýrslu, en skipulagslýsing var kynnt frá 7. nóvember til 5. desember 2023 í skipulagsgátt.



Meginmarkmið nýs deiliskipulags er að þróa frístundabyggð með tilheyrandi þjónustu og íbúðarhúsnæði fyrir starfsfólk. Á skipulagssvæðinu er gert ráð fyrir allt að 33 frístundahúsum, 10 íbúðarhúsum, hóteli með baðlóni, veitingahúsi og handverks brugghússi. Frístandandi hótelherbergi verða í smáhýsum á

þjónustusvæði tengdu hótelinu.



Skipulagsnefnd lagði, á 21. fundi sínum, til við bæjarstjórn að samþykkja deiliskipulagstillögu til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin fól skipulagsfulltrúa umboð til að gera minniháttar breytingar á tillögunni til að koma til móts við mögulegar umsagnir á vinnslustigi og í framhaldinu að auglýsa deiliskipulagstillöguna í samræmi við 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010 samhliða aðalskipulagsbreytingunni, en ef veigamiklar efnislegar athugasemdir verði gerðar við tillöguna á vinnslustigi að mati skipulagsfulltrúa, sem kallar á verulegar breytingar á tillögunni, skal hún lögð að nýju til afgreiðslu í skipulagsnefnd áður en tillagan er auglýst.



Bæjarráð samþykkti, á 21. fundi sínum, afgreiðslu skipulagsnefndar og vísaaði henni til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar.

17.Umsókn um byggingarleyfi - Jónsnes - Vilyrði til gerðar deiliskipulags

Málsnúmer 2404027Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um byggingarleyfi fyrir 523 m2 frístundarhúsi á einni hæð og kjallara í landi Jónsness í eyju eða hólma sem kallast Nónnes.



Húsið verður á staðsteyptum sökklum burðargrind veggja og þaks verður timbur. Klætt að utan með timburklæðningu.



Þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag fyrir svæðið, vísaði byggingarfulltrúi erindinu til skipulagsnefndar.



Skipulagsnefnd tók, á 21. fundi sínum, jákvætt í fyrirliggjandi byggingaráform en sá sér ekki fært á þessum tímapunkti að veita jákvætt vilyrði fyrir samþykkt byggingarleyfis enda bera teikningar með sér að gera þurfi grein fyrir nýrri aðkomuleið upp í eyjuna sem og öðrum nauðsynlegum upplýsingum. Bendir nefndin m.a. á að samkvæmt gr. 5.3.2.14 í skipulagsreglugerð skal ekki reisa mannvirki, á svæðum utan þéttbýlis, nær vötnum, ám eða sjó en 50 metra og því þarf að aðlaga staðsetningu byggngarreits á eyjunni til samræmis við ákvæðið. Skipulagsnefnd tekur hins vegar jákvætt í það að veita landeiganda heimild til skipulagsgerðar skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslega. Á þeim grunni hvetur skipulagsnefnd landeiganda til þess að óska eftir því við sveitarfélagið að hann fái heimild til þess að vinna sjálfur að gerð deiliskipulags í landi Jónsness, en í því felst að landeigandi skal þá taka saman lýsingu á skipulagsverkefninu, sbr. 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga, og skal hún vera lögð fyrir skipulagsnefnd á sama tíma og beiðni um heimild til að vinna tillögu að deiliskipulagi. Skoða þarf sérstaklega hvort umrætt deiliskipulag með fyrirhugðum áformum kalli á aðalskipulagsbreytingu.



Bæjarráð samþykkti, á 21. fundi sínum, afgreiðslu skipulagsnefndar og vísaði afgreiðslunni til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar.
Ragnar Már Ragnarsson vék af fundi.

18.Hólar 5a - Breyting á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 2310023Vakta málsnúmer

Lögð fram til umræðu drög að skipulagsuppdrætti fyrir Hóla 5a, ásamt öðrum gögnum málsins.



Þá er lögð fram skipulagslýsing fyrir breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 vegna breyttrar landnotkunar á hluta Hóla 5a í landi Hóla.



Fyrirhuguð aðalskipulagsbreyting tekur til Hóla 5A sem er um 3,2 ha svæði sem var stofnað úr landi Hóla og felst í breytingu á landbúnaðsvæði í frístunda og íbúðasvæði. Samhliða fyrirhugaðri aðalskipulagsbreytingu verður unnið nýtt deiliskipulag fyrir Hóla 5a. Lóðin Hólar 5A liggur norð-vestan við húsakost jarðarinnar Hóla. Lóðin er skilgreind sem landbúnaðarland en stór hluti Hóla 5A þykir ekki góður til ræktunar þar sem klöpp stendur víða uppúr landinu.



Á Hólum 5A er er fyrirhugað að reisa 3 sumarhús allt að 140 m2 hvert hús og 1 einbýlishús allt að 250 m2 að stærð. Í deiliskipulagi fyrir svæðið verður gert ráð fyrir 4 lóðum.



Skipulagsnefnd tók, á 21. fundi sínum, jákvætt í fyrirliggjandi drög að deiliskipulagsuppdrætti. Skipulagsnefnd samþykkti samhljóða að leggja til við bæjarstjórn að auglýsa skipulagslýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.



Bæjarráð samþykkti, á 21. fundi sínum, afgreiðslu skipulagsnefndar og vísaði henni til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar.
Ragnar kom aftur inn á fundinn.

19.Umsókn um framkvæmdaheimild fyrir borun á hitastigsholum í Jónsnesi

Málsnúmer 2404048Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um framkvæmdarheimild frá Jónsnesi ehf. fyrir borun á hitastigsholum í landi Jónsness. Framkvæmdin felst í að bora tvær til þrjár grunnar, 60-100 metra tilraunarholur í landi Jónsness. Með umsókninni fylgdi loftmynd þar sem hnituð staðsetning tilraunaborholanna er sýnd og stutt grein gerð fyrir framkvæmdinni. Bæjarstjóri leggur til við bæjarstjórn að samþykkja, í samræmi við fyrirliggjandi gögn, að umrædd framkvæmd sé ekki háð framkvæmdaleyfi, sbr. 4. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012, með þeim tilmælum að öllu raski sé haldið í lágmarki og öll ummerki eftir framkvæmdina verði afmáð ásamt því að áréttað sé að ef til frekari vinnslu við borholur kemur getur sú framkvæmd verið háðar framkvæmdaleyfi og verði breyting á framkvæmd skal afla samþykkis við breytingunni.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna.
Tekið var fundarhlé til kl. 17:30
Haraldur Reynisson endurskoðandi hjá KPMG kom inn á fundinn.

20.Ársreikningur Sveitarfélagsins Stykkishólms 2023

Málsnúmer 2404042Vakta málsnúmer

Lagður fram ársreikningur sveitarfélagsins fyrir árið 2023. Bæjarráð samþykkti, á 21. fundi sínum, að vísa ársreikningi Sveitarfélagsins Stykkishólms 2023 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Lagður fram til fyrri umræðu ársreikningur Sveitarfélagsins Stykkishólms og stofnana hans fyrir árið 2023. Ársreikningur Sveitarfélagsins Stykkishólms er gerður í samræmi við sveitarstjórnarlög, lög um ársreikninga og reglugerð um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga og auglýsingar ráðuneytis sveitarstjórnarmála um reikningsskil sveitarfélaga. Bæjarstjóri gerir grein fyrir helstu atriði ársreiknings Sveitarfélagsins Stykkishólms fyrir árið 2023:

Rekstrartekjur samkvæmt ársreikningi fyrir A og B hluta námu 2.429 millj. kr. á árinu en þar af námu rekstrartekjur A hluta 2.196 millj. kr. Rekstrarniðurstaða fyrir fyrir afskriftir og fjármagnsliði var jákvæð um 283 millj. kr. og rekstrarniðurstaða án fjármunatekna og fjármagnsgjalda var jákvæð um 179 millj. kr. Rekstrarniðurstaða A og B hluta var hins vegar neikvæð um 40 millj. kr. en fjárhagsáætlun með viðaukum hafði gert ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu að fjárhæð 63 millj. kr. Skýrist það einna helst af tveimur frávíkum frá áætlun, annars vegar í fræðslumálum og hins vegar vegna viðbótarframlags í Brúar lífeyrissjóðs.

Rekstrartekjur A og B hluta jukust um 7% milli ára. Rekstrargjöld jukust um 6% milli ára og eru 8% hærri en áætlun með viðaukum hafði gert ráð fyrir.

Veltufé frá rekstri nam á árinu 2023 307 millj. kr. samanborið við 244 millj. kr. árið áður. Handbært fé í árslok nam 98 millj. kr. og lækkaði um 37 millj. kr. á árinu.

Fjárfestingahreyfingar A og B hluta á árinu 2023 námu 293 millj. kr. Lántökur á árinu námu 160 millj. kr. og afborganir langtímalána voru 219 millj. kr.

Skuldaviðmið A og B hluta Sveitarfélagsins Stykkishólmur í árslok 2023 var 104% en rekstrarjöfnuður A og B hluta síðastliðinna þriggja ára er neikvæður um 184 millj. kr. Fjárhagsáætlanir sveitarfélagsins gera ráð fyrir því að rekstrarjöfnuður nái jafnvægi í árslok 2025.

Í október 2023 ákvarðaði stjórn Brúar lífeyrissjóðs að viðbótarframlag yrði innheimt hjá launagreiðendum frá og með janúar 2024 vegna tiltekins hóps lífeyrisþega sem væri með tryggð réttindi hjá sjóðnum. Við þessa ákvörðun myndaðist skuldbinding sveitarfélagsins gagnvart þessum hópi lífeyrisþega hjá A deild Brúar lífeyrissjóðs. Nam skuldbindingin 46,9 millj. kr. og er hún gjaldfærð í rekstrarreikningi.

Áherslur bæjarstjórnar á árinu 2023 og á yfirstandandi ári er að skapa áfram eftirsóknarvert umhverfi fyrir fólk og fyrirtæki, standa vörð um grunnþjónustu sveitarfélagsins, sérstaklega um hag barna og fjölskyldna þeirra og eldra fólks, og sækja af ábyrgð fram með samfélagslega mikilvægum fjárfestingum innviða sem komi til með að skapa svigrúm til eflingar samfélagsins á svæðinu á sama tíma og stefnt er að því að tryggja að skuldaviðmið og skuldahlutföll séu að lækka markvisst á tímabilinu. Þessar áherslur og markmið bæjarstjórnar endurspeglast í fyrirliggjandi ársreikningi og samþykktum áætlunum, en það er alltaf áskorun frá degi til dags að tryggja að þessi markmið nái fram að ganga.

Áfram þarf að leggja áherslu á ábyrga fjármálastjórnun þar sem gætt er aðhalds og ábyrgðar í rekstri sveitarfélagsins á sama tíma og þjónusta við íbúa verði eins og best verður á kosið. Bæjarstjórn og stjórnendur sveitarfélagsins þurfa að vera og eru vakandi fyrir ákveðnum þáttum í rekstri sem endurspeglast í þessum ársreikningi.

Það þarf að huga að því og vinna markvisst að því að ná enn meira upp veltufé frá rekstri, sem þarf að standa undir afborgunum skulda og skuldbindinga líkt og endurspeglast í fyrirliggjandi ársreikningi, þannig að rekstur geti áfram staðið undir greiðslu skulda og nauðsynlegum fjárfestingum.

Helstu fjárfestingar 2023:

Fráveituframkvæmdir í Maðkavík 56 milljónir
Framkvæmdir við búseturéttaríbúðir 11,2 milljónir
Frágangur á lóð við Leikskóla 10,7 milljónir
Byrjun á endurbótum á Höfðaborg 12,2 milljónir
Gatnagerð,stíga og gangstéttir 48,2 milljónir
Framkvæmdir við Íþróttavöll 13,5 milljónir
Súgandisey framkvæmdir við handrið og stíg 7 milljónir
Grendargámar vegna sorpflokkunnar
5,5 milljónir

---

Bæjarstjórn samþykkir að vísa ársreikningi sveitarfélagsins til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Til máls tóku:HH,JBSJ,HR og HG
Haraldur vék af fundi.

Fundi slitið - kl. 19:02.

Getum við bætt efni síðunnar?