Fara í efni

Vigraholt (Saurar 9) - Deiliskipulag

Málsnúmer 2404030

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 21. fundur - 15.04.2024

Lagður fram til afgreiðslu á vinnslustigi deiliskipulagsuppdráttur ásamt deiliskipulagsgreinargerð, skýringaruppdrætti deiliskipulags og umhversisskýrslu, en skipulagslýsing var kynnt frá 7. nóvember til 5. desember 2023 í skipulagsgátt.



Meginmarkmið nýs deiliskipulags er að þróa frístundabyggð með tilheyrandi þjónustu og íbúðarhúsnæði fyrir starfsfólk. Á skipulagssvæðinu er gert ráð fyrir allt að 33 frístundahúsum, 10 íbúðarhúsum, hóteli með baðlóni, veitingahúsi og handverks brugghússi. Frístandandi hótelherbergi verða í smáhýsum á

þjónustusvæði tengdu hótelinu.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja deiliskipulagstillögu til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsfulltrúa er falið umboð til að gera minniháttar breytingar á tillögunni til að koma til móts við mögulegar umsagnir á vinnslustigi og í framhaldinu að auglýsa deiliskipulagstillöguna í samræmi við 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010 samhliða aðalskipulagsbreytingunni, en ef veigamiklar efnislegar athugasemdir verði gerðar við tillöguna á vinnslustigi að mati skipulagsfulltrúa, sem kallar á verulegar breytingar á tillögunni, skal hún lögð að nýju til afgreiðslu í skipulagsnefnd áður en tillagan er auglýst.

Bæjarráð - 21. fundur - 18.04.2024

Lagður fram til afgreiðslu á vinnslustigi deiliskipulagsuppdráttur ásamt deiliskipulagsgreinargerð, skýringaruppdrætti deiliskipulags og umhversisskýrslu, en skipulagslýsing var kynnt frá 7. nóvember til 5. desember 2023 í skipulagsgátt.



Meginmarkmið nýs deiliskipulags er að þróa frístundabyggð með tilheyrandi þjónustu og íbúðarhúsnæði fyrir starfsfólk. Á skipulagssvæðinu er gert ráð fyrir allt að 33 frístundahúsum, 10 íbúðarhúsum, hóteli með baðlóni, veitingahúsi og handverks brugghússi. Frístandandi hótelherbergi verða í smáhýsum á

þjónustusvæði tengdu hótelinu.



Skipulagsnefnd lagði, á 21. fundi sínum, til við bæjarstjórn að samþykkja deiliskipulagstillögu til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin fól skipulagsfulltrúa umboð til að gera minniháttar breytingar á tillögunni til að koma til móts við mögulegar umsagnir á vinnslustigi og í framhaldinu að auglýsa deiliskipulagstillöguna í samræmi við 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010 samhliða aðalskipulagsbreytingunni, en ef veigamiklar efnislegar athugasemdir verði gerðar við tillöguna á vinnslustigi að mati skipulagsfulltrúa, sem kallar á verulegar breytingar á tillögunni, skal hún lögð að nýju til afgreiðslu í skipulagsnefnd áður en tillagan er auglýst.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar henni til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn - 24. fundur - 24.04.2024

Lagður fram til afgreiðslu á vinnslustigi deiliskipulagsuppdráttur ásamt deiliskipulagsgreinargerð, skýringaruppdrætti deiliskipulags og umhversisskýrslu, en skipulagslýsing var kynnt frá 7. nóvember til 5. desember 2023 í skipulagsgátt.



Meginmarkmið nýs deiliskipulags er að þróa frístundabyggð með tilheyrandi þjónustu og íbúðarhúsnæði fyrir starfsfólk. Á skipulagssvæðinu er gert ráð fyrir allt að 33 frístundahúsum, 10 íbúðarhúsum, hóteli með baðlóni, veitingahúsi og handverks brugghússi. Frístandandi hótelherbergi verða í smáhýsum á

þjónustusvæði tengdu hótelinu.



Skipulagsnefnd lagði, á 21. fundi sínum, til við bæjarstjórn að samþykkja deiliskipulagstillögu til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin fól skipulagsfulltrúa umboð til að gera minniháttar breytingar á tillögunni til að koma til móts við mögulegar umsagnir á vinnslustigi og í framhaldinu að auglýsa deiliskipulagstillöguna í samræmi við 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010 samhliða aðalskipulagsbreytingunni, en ef veigamiklar efnislegar athugasemdir verði gerðar við tillöguna á vinnslustigi að mati skipulagsfulltrúa, sem kallar á verulegar breytingar á tillögunni, skal hún lögð að nýju til afgreiðslu í skipulagsnefnd áður en tillagan er auglýst.



Bæjarráð samþykkti, á 21. fundi sínum, afgreiðslu skipulagsnefndar og vísaaði henni til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar.
Getum við bætt efni síðunnar?