Fara í efni

Umsókn um framkvæmdaheimild fyrir borun á hitastigsholum í Jónsnesi

Málsnúmer 2404048

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 24. fundur - 24.04.2024

Lögð fram umsókn um framkvæmdarheimild frá Jónsnesi ehf. fyrir borun á hitastigsholum í landi Jónsness. Framkvæmdin felst í að bora tvær til þrjár grunnar, 60-100 metra tilraunarholur í landi Jónsness. Með umsókninni fylgdi loftmynd þar sem hnituð staðsetning tilraunaborholanna er sýnd og stutt grein gerð fyrir framkvæmdinni. Bæjarstjóri leggur til við bæjarstjórn að samþykkja, í samræmi við fyrirliggjandi gögn, að umrædd framkvæmd sé ekki háð framkvæmdaleyfi, sbr. 4. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012, með þeim tilmælum að öllu raski sé haldið í lágmarki og öll ummerki eftir framkvæmdina verði afmáð ásamt því að áréttað sé að ef til frekari vinnslu við borholur kemur getur sú framkvæmd verið háðar framkvæmdaleyfi og verði breyting á framkvæmd skal afla samþykkis við breytingunni.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna.
Tekið var fundarhlé til kl. 17:30
Getum við bætt efni síðunnar?