Fara í efni

Fjallkonur

 

Fjallkonan er tákngervingur Íslands og hefur hún verið hluti af hátíðarhöldum 17. júní hérlendis frá því að Ísland hlaut sjálfstæði. 

Í Stykkishólmi er á hverju ári valið í hlutverk fjallkonu sem flytur ættjarðarljóð á þjóðhátíðardaginn. Árið 2003 var nýr glæsilegur búningur tekinn í notkun sem Ingibjörg Ágústsdóttir saumaði. Kyrtillinn er blár, tvískiptur, fagurlega útsaumaður og með hvítri blæju. Víravirkið samanstendur af koffri, brjóstnál og stokkabelti með sprota.

Hér má sjá yfirlit yfir þær konur sem gegnt hafa hlutverkinu í gegnum tíðina ásamt myndum í þeim tilvikum sem þær eru tiltækar. Við þiggjum með þökkum alla aðstoð þar sem upp á vantar upplýsingar um fjallkonu eða myndir. Ábendingar má senda á stykkisholmur@stykkisholmur.is.

2021 Nanna Guðmundsdóttir

2020 Hildur Diego Ævarsdóttir

2019 Arna Dögg Hjaltalín

2018 Guðrún Magnea Magnúsdóttir

2017 Kolbrún Ösp Guðrúnardóttir

2016 Gunnhildur Gunnarsdóttir

2015 Alda Leif Jónsdóttir

2014 Sesselja Gróa Pálsdóttir

2013 Hildur Sigurðardóttir

2012 Magðalena Hinriksdóttir

2011 Guðrún Erla Ólafsdóttir

2010 Lilja Margrét Riedel

2009 Sara Sædal Andrésdóttir

2008 Árþóra Steinarsdóttir

2007 Hanna María Björgvinsdóttir

2006 Hrefna Dögg Gunnarsdóttir

2005 Anna Margrét Ólafsdóttir

2004 Alda Pálsdóttir

2003 Sigrún Jónsdóttir

2002 Berglind Lilja Þorbergsdóttir

2001 María Alma Valdimarsdóttir

2000 Auður Sigurðardóttir

1999 Lára Hrönn Pétursdóttir

1998 Erla Ásgeirsdóttir

1997 Steinunn Helgadóttir

1996 Íris Björg Eggertsdóttir

1995 Halla Dís Hallfreðsdóttir

1994 Dagbjört Hrafnkelsdóttir

1993 Áslaug Kristjánsdóttir

1992 Guðlaug Ágústsdóttir

1991 Íris Huld Sigurbjörnsdóttir

1990 Anna Baldursdóttir

1989 Jóhanna Vilbergsdóttir

1988 Jóna Dís Bragadóttir

1987 Gyða Steinsdóttir

1986 Elínborg Guðnadóttir

1985 Þórdís Sigurðardóttir

1984 Sigríður Björnsdóttir

Ímynd fjallkonunnar eins og hún var fest á striga á sjöunda áratug 19. aldar af Johann Babtist Zwecker.

Konumyndin á að tákna Ísland, því hefur hún ískórónu á höfði, sem eldar gjósa upp úr. Á öxl hennar er hrafninn, Íslands einkennilegasti fugl, Óðins forni vin og skáldanna eftirlætisgoð, fréttafugl mikill og margkunnugur. Yfir sjónum flögrar már, en yfir brimsævi tíma og sögu berast rúnakefli að landi eða upp í fang konunni, og hefur hún þegar náð einu þeirra. Þetta átti svo sem að vera symbolum (tákn) bókmenntalandsins og sögulandsins okkar. Yfir er nótt og stirndur himinn og máninn uppi. Á bak við eru fjöll, tunglroðin á eggjunum.

 

Getum við bætt efni síðunnar?