Fara í efni

Ertu að flytja?

Stykkishólmur stendur við Breiðafjörð á norðanverðu Snæfellsnesi. Bærinn er í tveggja klukkustunda akstursfjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu og ferjan Baldur brúar yfir til Vestfjarða. Bærinn stendur á Þórsnesi og er bæjarstæðið einstaklega fallegt þar sem tekist hefur að varðveita gömlu bæjarmyndina. Bæjarbúar í Stykkishólmi eru í daglegu tali nefndir Hólmarar. Íbúar eru rúmlega 1300.

Í Stykkishólmi er gott að búa. Félagslíf blómstrar, samfélagið er barnvænt, vegalengdir eru stuttar og öll helsta þjónusta til staðar.

Verið velkomin!


Hagnýtar upplýsingar fyrir þá sem ætla að flytja í Stykkishólm:

Ráðhús

Ráðhúsið er opið virka daga frá kl. 10:00 til 15:00.

Bæjarstjórn og bæjarráð hafa fundaraðstöðu í Ráðhúsinu sem og nefndir bæjarins.

Minjavörður Vesturlands og Vestfjarða, Náttúrustofa Vesturlands og Háskólasetur Snæfellsness hafa einnig aðsetur í Ráðhúsinu.

Heimilisfang: Hafnargata 3

Sími: 433 8100

netfang: stykkisholmur@stykkisholmur.is

 

Flutningstilkynning

Tilkynna skal flutning til Þjóðskrár Íslands innan sjö daga eftir að flutt er og er það gert á vefsíðu Þjóðskrár Íslands.

Íslandspóstur fær ekki sjálfvirkar tilkynningar frá Þjóðskrá um flutning og þarf því að láta póstinn vita um breytt heimilisfang.

Hiti og rafmagn

Hitaveita er í Stykkishólmi og sjá Veitur um dreifingu á heitu og köldu vatni. Á heimasíðu Veitna má nálgast upplýsingar um þjónustuna.

Rarik annast orkudreifingu í bænum og er skrifstofan opin frá kl. 8:00 til 16:00 mánudaga – fimmtudaga og frá kl. 8:00 til 15:00 föstudaga.

Heimilsfang: Hamraendar 2

Nánari upplýsingar um þjónustuna má finna á heimasíðu Rarik.

Umhverfismál og sorphirða

Umhverfismál eru mál málanna í bænum. Stykkishólmur var fyrsta sveitarfélagið til að taka upp almenna sorpflokkun og heimilissorp er flokkað í svokallað þriggja tunnu kerfi:

  • Græna tunnan er fyrir öll endurnýtanleg efni, s.s. pappír, plast og málma.
  • Brúna tunnan er fyrir lífrænan úrgang.
  • Gráa tunnan er fyrir óflokkanlegan heimilisúrgang.

Hleðslustöð fyrir rafbíla er staðsett á bílastæði íþróttamiðstöðvarinnar.

Smellið hér til að skoða nánari upplýsingar, reglur og leiðbeiningar um sorphirðu í Stykkishólmi.

 

Menntun

Stykkishólmsbær rekur leik-, grunn- og tónlistarskóla.

  • Leikskólinn býður upp á vistun frá 12 mánaða aldri, opnunartími er frá kl. 7:45 til 16:30 og sumarlokun eru fjórar vikur.
  • Grunnskólinn hefst í ágúst og lýkur í byrjun júní. Boðið er upp á lengda viðveru barna í 1.-4. bekk innan skólans.
  • Í Tónlistarskólanum er hægt að stunda fjölbreytt nám, yngstu börnin fá kennslu í grunnskólanum.

 

Heilsugæsla

Starfsstöð Heilbrigðisstofnunar Vesturlands í Stykkishólmi skiptist í sjúkrahús og heilsugæslustöð.
Afgreiðsla og tímapantanir virka daga kl. 08:00 - 16:00.

Heimilisfang: Austurgata 7

Sími: 432 1200
Vaktsími heilsugæslulæknis 1700.
Neyðarnúmer er 112 - fyrir slys og bráðatilfelli.

Heimasíða HVE

 

Apótek

Útibú Lyfju er opið kl. 12:00- 18:00 virka daga og 10:00 – 14:00 laugardaga (á sumrin).

Heimilisfang: Aðalgata 24

Sími: 438 1141

Póstþjónusta

Pósturinn er opinn frá kl. 10:00 til 16:30 virka daga.

Heimilisfang: Aðalgata 31

Sími: 580 1200

Bankaþjónusta

Útibú Arion banka er opið frá kl. 12:30 til 16:00 virka daga. Hraðbanki er opinn allan sólarhringinn.

Heimilisfang: Aðalgata 24

Sími: 444 7000

Samgöngur

Strætó sér um almenningssamgöngur til og frá Stykkishólmi. Stoppistöðvar eru tvær, við höfnina og Skúrinn (gamla Olís). Sjá tímatöflur Strætó.

Ferjan Baldur siglir yfir Breiðafjörðinn allt árið um kring. Upplýsingar um ferðir er að finna á heimasíðu Sæferða.

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?