Fara í efni

Íþróttafélög

Íþróttalíf bæjarins

Í Stykkishólmi þrífst blómlegt íþróttalíf sem á rætur að rekja til þess að mjög snemma var byggt lítið íþróttahús, sundlaug og síðan íþróttavöllur. Aðstæður til íþróttaiðkunar eru til fyrirmyndar í Stykkishólmi en mikil uppbygging var á skömmum tíma í þessum efnum. Á einungis níu árum tók sveitarfélagið í notkun íþróttahús árið 1990, íþróttavöll sem var stækkaður árið 1996 og nýja sundlaug sem tekin var í notkun árið 1999. Golfvöllur var skipulagður á níunda áratugnum en Golfklúbburinn Mostri byggði hann upp af miklum myndarbrag. Þá má geta þess að hestamennska er mikið stunduð og var skipulagt og byggt upp hestaíþróttasvæði í samstarfi bæjarins og hestaeigendafélagsins. Hólmarar hafa verið íþróttasinnaðir í áranna rás og náð merkum áföngum á hinum ýmsu sviðum íþróttanna. Bærinn er orðinn þekktur sem körfuboltabær, þar sem bæði kvenna og karlalið UMF Snæfells hafa náð frábærum árangri undanfarin ár.

Snæfell

Ungmennafélagið Snæfell var stofnað þann 23. október 1938. Margar íþróttagreinar hafa verið æfðar í Stykkishólmi frá stofnun félagsins en ekki allar haldið velli. Í dag er boðið upp á æfingar í körfubolta, fótbolta og fimleikum.

Tímatafla Snæfells

Heimasíða Snæfells

Mostri

Golfklúbburinn Mostri var stofnaður 1984 og heitir golfvöllurinn Víkurvöllur. Völlurinn, sem staðsettur er við tjaldsvæðið, hefur verið endurgerður undanfarin ár og er nú orðinn einn af glæsilegustu 9 holu völlum landsins.

mostri@stykk.is

s: 438 1075

Sumaropnun golfskálans: kl. 8:00 – 22:00

Facebooksíða Mostra

HEFST

Hesteigendafélag Stykkishólms er gamallt og rótgróið félag hesteigenda í Stykkishólmi. Árið 2017 reisti félagið 600 fm reiðskemmu í hesthúsahverfinu, Fákaborg, í jaðri bæjarins. Aðstæður hestamanna í Stykkishólmi er framúrskarandi. Ótal reiðleiða í fallegu umhverfi og glæsileg skemma sem nýtist vel allt árið um kring.

Getum við bætt efni síðunnar?