Fara í efni

Þjónusta við fatlaða

Ráðgjafaþjónusta Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga

Ingveldur Eyþórsdóttir félagsráðgjafi sér um málefni fatlaðra.
Jón Haukur Hilmarsson yfirþroskaþjálfi sér um örorkuvinnusamninga.

Úrræði í boði

  • Heimaþjónusta.
  • Liðveisla.
  • Frekari liðveisla.
  • Helgarvistun í Borgarfirði eða Reykjadal.
  • Stuðningsfjölskyldur.
  • Vinnustofudagþjónusta, Ásbyrgi opið alla virka daga frá 8-16.
  • Úrræði fyrir Fjölbrautskólanemendur ef kennsla fellur niður.
  • Búsetuþjónusta er í vinnslu.
  • Sprettur, félagsstarf fatlaðra 16 ára og eldri í Stykkishólmi.
  • Símenntunarmiðstöð Vesturlands sér um námskeið fyrir 20 ára og eldri. Félags- og skólaþjónustan hefur ráðið starfsmann með á námskeiðin.
  • Sumarþjónusta fatlaðra.
  • Starfsbraut Fjölbrautaskóla Snæfellinga.

Ásbyrgi dagþjónusta og vinnustofa fyrir fólk með skerta starfsgetu

Aðalgötu 22, 340 Stykkishólmi, S: 430 7809

Í Ásbyrgi er rekin dagþjónusta og vinnustofa fyrir fatlað fólk með skerta starfsgetu. Aðstoð er veitt við að fá og halda vinnu á almennum vinnumarkaði hluta úr degi eða hluta úr viku með eða án aðstoðar. Í Ásbyrgi er endurnýting höfð í hávegum, hlutir eru endurnýttir og seldir á vægu verði. Innkoman er lögð í sameiginlegan sjóð sem nýttur er í að auka lífsgæði þeirra sem þar starfa t.d. hefur hópurinn verið öflugur í að sækja námskeið á vegum Símenntunar Vesturlands.

Efniviður sem Ásbyrgi tekur við.

Efniviður sem Ásbyrgi tekur við til endurnýtingar eru kertaafgangar, tóm sprittkerti, gömul föt, áldósir, garnafgangar, glerkrukkur, allskyns saumadót og margt fleira.

Sprettur er félagsstarf fatlaðra 16 ára og eldri í Stykkishólmi

  • Sprettur starfar yfir vetrartímann frá september til maí.
  • Félagsmeðlimir Spretts sjá sjálfir um að skipuleggja starfið.
  • Í upphafi vetrarins er fundur þar sem ákveðið er hvað verði starfað yfir veturinn, tímasetning og dagskrá fram að jólum er ákveðin og dagskrá fram á vor er ákveðin á fyrsta fundi eftir áramót. Í lok vetrar er lokahóf.

Markmið:

  • Meginmarkmið félagsstarfsins Spretts er að rjúfa félagslega einangrun, efla sjálfstraust og sjálfstæði.
  • Starfsfólk Spretts taki mið af þörfum og væntingum hvers einstaklings.
  • Mæti meðlimum Spretts á jafningjagrundvelli og virði trúnað.

Hér er dæmi um það sem hefur verið boðið uppá:

  • Tölvunámskeið
  • Kaffihúsakvöld
  • Fræðslukvöld
  • Skemmtikvöld
  • Spil og spjall
  • Bíókvöld
  • Söngvakeppni
  • Ferðalag

Nánari upplýsingar Hafrún Bylgja s: 863-0078

 

Getum við bætt efni síðunnar?