Fara í efni

Umhverfis-, skipulags- og mannvirkjamál

Umhverfis-, skipulags- og mannvirkjamál hjá Stykkishólmsbæ eru á höndum eftirfarandi aðila. Auk skipulags-, umhverfis- og byggingarmála er hlutverk þeirra að hafa umsjón með verklegum framkvæmdum á vegum sveitarfélagsins s.s. viðhaldi fasteigna, gatnakerfi, holræsakerfi, opnum svæðum, sorpmálum og sumarvinnu unglinga.

Í skipulags- og byggingarmálum starfa:

Í þjónustumiðstöð starfa:

  • Jón Salómon Bjarnason,  starfsmaður þjónustumiðstöðvar og umsjónarmaður fasteigna - jon.salomon@stykkisholmur.is
  • Jón Beck Agnarsson, verkstjóri Þjónustumiðstöðvar - thjonusta@stykkisholmur.is
  • Jan Benner, starfsmaður þjónustumiðstöðvar
  • Einar Marteinn Bergþórsson, starfsmaður þjónustumiðstöðvar

Símanúmer hjá þjónustumiðstöð er 8921189

Vatns- og hitaveita Stykkishólms er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur. Starfsmaður OR í Stykkishólmi er Hörður Karlsson.
Sorptaka er í höndum Íslenska Gámafélagsins ehf . Starfsmaður Íslenska Gámafélagsins í Stykkishólmi er Gunnar Jónsson.

Vefsjá Stykkishólmsbæjar

Á vefsjá Stykkishólmsbæjar má finna hinar ýmsu upplýsingar, t.d. húsateikningar, lóðamörk, staðsetningu lagna, aðalskipulag, deiliskipulag og margt fleira. Smelltu á hnappinn hér að neðan til að skoða vefsjána.

Vefsjá Stykkishólmsbæjar

Umsóknir

 

Aðalskipulag

Aðalskipulag Stykkishólms er sett fram í greinargerð og á skipulagsuppdrætti og er stefna bæjarfélagsins um landnotkun, samgöngu- og þjónustukerfi, umhverfismál og þróun byggðar fram til ársins 2022.

Á grundvelli aðalskipulags er unnið deiliskipulag.
 

Gildandi aðalskipulag fyrir Stykkishólmsbæ má sjá á vefsjá Skipulagsstofnunar

Deiliskipulag

Á grundvelli aðalskipulags er unnið deiliskipulag.

Deiliskipulag nær yfir einstök svæði eða reiti innan bæjarfélagsins. Í deiliskipulagi eru teknar ákvarðanir m.a. um lóðarstærðir, legu gatna, byggingareiti, hæðir húsa og húsagerðir.

Gildandi deiliskipulög má sjá á vefsjá skipulagsstofnunar eða með því að smella á ákveðið svæði hér að neðan.

Lög, reglugerðir og samþykktir

Lög um mannvirki nr. 160/2010

Byggingarreglugerð nr. 112/2012

Skipulagslög nr. 123/2010

Skipulagsreglugerð nr. 90/2013

Samþykkt um sorphirðu og sorphreinsun

Gjaldskrár

Grenndarkynning

  • Þegar sótt er um byggingar- eða framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmd sem er í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar í þegar byggðu hverfi og deiliskipulag liggur ekki fyrir eða um er að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi skal skipulagsnefnd láta fara fram grenndarkynningu.
  • Grenndarkynning felst í því að skipulagsnefnd kynnir nágrönnum sem taldir eru geta átt hagsmuna að gæta leyfisumsókn eða tillögu að breytingu á skipulagsáætlun og gefur þeim kost á að tjá sig um hana innan tilskilins frests sem skal vera a.m.k. fjórar vikur. Að þeim fresti liðnum og þegar sveitarstjórn hefur afgreitt málið skal þeim sem tjáðu sig um það tilkynnt niðurstaða sveitarstjórnar. Þegar um óverulega breytingu á deiliskipulagi er að ræða sendir sveitarstjórn Skipulagsstofnun samþykkta deiliskipulagsbreytingu.
  • Skipulagsnefnd er heimilt að stytta tímabil grenndarkynningar ef þeir sem hagsmuna eiga að gæta, sbr. 1. mgr., hafa lýst skriflega yfir með áritun sinni á kynningargögn áður en fjórar vikur eru liðnar að þeir geri ekki athugasemdir við skipulagstillöguna eða hina leyfisskyldu framkvæmd. Skipulagsnefnd er heimilt að falla frá grenndarkynningu ef sýnt er fram á að breyting á deiliskipulagi eða leyfisskyld framkvæmd varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda. (Skipulagslög nr. 123/2010 - 44gr.)

 

Getum við bætt efni síðunnar?