Stykkishólmshöfn
Hafnarvogin 
Hafnargötu 6
340 Stykkishólmi
Netfang:hofn@stykkisholmur.is
Sími: 433 8126, 861 1487
Fax: 438 1687
Stykkishólmshöfn veitir þjónustu við allar stærðir báta og skipa upp að 130 m. lengd.
Hafnarstjóri: Jakob Björgvin Jakobsson
Hafnarvörður, lóðs-, og vigtarmaður: Kjartan Karvelsson, 433 8126
Verndarfulltrúi: Kjartan Karvelsson
Til vara Símon Már Sturluson
Skemmtiferðaskip 2023
Hér að neðan má sjá lista yfir komur skemmtiferðaskipa til Stykkishólms í sumar. Gert er ráð fyrir 23 skemmtiferðaskipakomum í sumar.
Dagsetning | Dagur | Nafn skips |
09/05/2023 | þriðjudagur | Fram |
11/05/2023 | fimmtudagur | Sea Spirit |
11/05/2023 | fimmtudagur | Nansen |
14/05/2023 | sunnudagur | Nansen |
19/05/2023 | föstudagur | Fram |
21/05/2023 | sunnudagur | Silver Endeavour |
22/05/2023 | mánudagur | Nansen |
26/05/2023 | föstudagur | MS Seaventure |
29/05/2023 | mánudagur | Fram |
30/05/2023 | þriðjudagur | Nansen |
04/06/2023 | sunnudagur | Silver Endeavour |
06/06/2023 | þriðjudagur | Sylvia Earle |
07/06/2023 | miðvikudagur | Nansen |
10/06/2023 | laugardagur | Hebridean Sky |
15/06/2023 | fimmtudagur | Sylvia Earle |
30/06/2023 | föstudagur | Silver Endeavour |
01/07/2023 | laugardagur | Silver Wind |
05/07/2023 | miðvikudagur | Ocean Endeavour |
11/07/2023 | þriðjudagur | Maud |
24/07/2023 | mánudagur | Fram |
26/07/2023 | miðvikudagur | Fram |
09/08/2023 | miðvikudagur | Maud |
30/08/2023 | miðvikudagur | MS Seaventure |
20/09/2023 | miðvikudagur | Silver Endeavour |
Bryggjur
Skipavíkurbryggja
Tveir kantar; vesturkantur er 30 m langur og norðurkantur er 60 m langur. Í Skipavíkurhöfn er steypt upptökubraut fyrir smábáta. Dýpi: 5,6 m.
Ferjubryggja við Súgandisey
Aðstaða fyrir Breiðafjarðarferjuna Baldur. Þar er einnig 26 m langt stálþil. Dýpi: 4 m.
Hafskipabryggja (Stóra-bryggja)
Er byggð ofan á Stykkið sem bærinn dregur nafn sitt af. Viðlegukantar þar eru 53 m, 40 m, 93 m og 30 m. Við hafskipabryggjuna liggja stærri fiskibátar. Dýpi: 5,8 m.
Básaflotbryggja og Olíuflotbryggja
Þar eru leigukvíar fyrir smábáta.
Gamlaflotbryggja og Krikaflotbryggja
Þar er almennt leigupláss fyrir smábáta.
Steinbryggja (Litla-bryggja)
Viðlegukantar þar eru 100 m að lengd. Dýpi: um 2-3 m.
Bryggjuþjónusta
Bryggjuþjónusta
- Rafmagn er við allar bryggjur og vatn er við allar stærri bryggjur og Krikaflotbryggju.
- Löndunarkranar eru tveir og eru á Steinbryggju (Litlu-bryggju). Sorpgámar eru á öllum bryggjum.
- Olís er með dælu á Olíuflotbryggju. Aðgangur að henni er með lykli.
- N1 er með dælu á Olíuflotbryggju. Aðgangur að henni er með lykli.
Hægt er að ganga út í Súgandisey og eru göngustígar um eyna. Fallegt útsýni er þaðan yfir bæinn og um Breiðafjörð. Þar er einnig svokallað Ástarhreiður og bekkur til að tylla sér á og njóta útsýnisins. Vitinn á Súgandisey var reistur árið 1897 á Gróttu á Seltjarnarnesi og fluttur á Súgandisey árið 1942.