Fara í efni

Vinnuskóli

 

Sveitarfélagið Stykkishólmur býður nemendum í 7. - 10. bekk með lögheimili í Stykkishólmi sumarvinnu í vinnuskólanum. Vinnuskólinn er oftast fyrsta launaða vinna unglinganna og því mikilvægur grunnur til að byggja á.

Verkefni og skyldur

Markmið vinnuskólans er að undirbúa ungmenni fyrir vinnu áður en haldið er út á hinn almenna vinnumarkað og skapa hollt og uppbyggjandi sumarstarf fyrir ungmenni í Stykkishólmi. Lögð er áhersla á samskiptareglur, ástundun, vinnusemi og virðingu gagnvart vinnu, vinnufélögum, yfirmönnum og bæjarbúum. Einnig eru kynnt grundvallaratriði í vinnubrögðum og notkun verkfæra.

Helstu verkefni varða snyrtingu og fegrun bæjarins. Viðhald og umhirða við opinberar stofnanir, opin svæði, íþróttavöll og tjaldsvæði, þ.e. rakstur og hirðing, hreinsun við gangstéttar, hreinsun beða, ruslatínsla, lagfæring göngustíga, trjáklippingar, málningarvinna og fræðsla (t.d. öryggis og vinnuverndarnámskeið).

Yfirmenn og dagleg umsjón

Vinnuskólinn starfar á vegum sveitarfélagsins og tilheyrir þjónustumiðstöð. Dagleg stjórn er í höndum verkstjóra og flokkstjóra vinnuskóla. Verkstjóri vinnuskólans er Jón Beck Agnarsson. Sími 892 1189, netfang thjonusta@stykkisholmur.is

 

Getum við bætt efni síðunnar?