Fara í efni

Ljósmyndasafn

Ljósmyndasafn Stykkishólms ljósmyndasafn

Ljósmyndasafn Stykkishólms er í umsjá Amtsbókasafnsins í Stykkishólmi. Grunnurinn að því er myndasafn Jóhanns Rafnssonar sem hann afhenti Stykkishólmsbæ 16. júní 1996. Aðalhvatamaður að því var þáverandi bæjarstjóri Stykkishólmsbæjar, Ólafur Hilmar Sverrisson. Fyrir afhendingu var stofnuð framkvæmdanefnd um Ljósmyndasafn Jóhanns Rafnssonar sem starfað hefur síðan samkvæmt ákvæðum gjafabréfs. Það var ósk Jóhanns að safn hans yrði grunnur að stærra safni. Árið 2001 barst safninu veglegur safnauki frá Árna Helgasyni fyrrum stöðvarstjóra Pósts og síma og fréttaritara Morgunblaðsins til langs tíma. Auk þess hafa smærri gjafir borist safninu og eru allir viðaukar vel þegnir. Með hverri viðbót eflist safnið. Safnið er rafrænt.

· Skoða ljósmyndasafnið

 

Getum við bætt efni síðunnar?