Fara í efni

Félagsmiðstöðin X-ið

Félagsmiðstöðin X-ið
Skólastíg 11a
340 Stykkishólmi

Félagsmiðstöðin X-ið er starfrækt fyrir ungmenni í Stykkishólmi. Boðið er upp á dagskrá fyrir miðstig og efsta stig grunnskólabekkja í X-inu. Ferðir og viðburðir á vegum Samfés eru fyrir 8.-10. bekk. Leyfisbréf þarf í viðburði sem eru haldnir umfram hefðbundinn opnunartíma eða utan bæjarfélagsins. Nánar um opnun og viðburði má kynna sér á facebooksíðu félagsmiðstöðvarinnar, smelltu á hnappinn hér að neðan til að kynna þér málið.

Félagsmiðstöðin X-ið - Facebook

Starfsfólk

 • Magnús Ingi Bæringsson, tómstunda- og æskulýðsfulltrúi.
 • Rósa Indriðadóttir, kennari í félags- og tómstundavali og tengiliður við grunnskólann.

Meginmarkmið

Í félagsmiðstöðinni X-inu á starfið að skipta máli fyrir einstaklinginn og samfélagið í kringum hann. Reynt er að hafa úrval afþreyingar, uppákoma og viðburða með það að markmiði að auka vellíðan og ánægju, efla þroska og auka víðsýni. Starfsmenn geri sér grein fyrir því að þetta er frítími ungmenna og starfið felst í því að auka úrval afþreyingar og hafa afdrep fyrir þau þegar þeim hentar.

Þær leiðir sem farnar eru til að ná settum markmiðum:

 • Virkja unglingana í starfi.
 • Kenna þeim að virða reglur, virða starfsemina og umhverfi hennar.
 • Gefa þeim kost á að hafa áhrif á starfsemina og verkefnaval hennar.

Til þess að auka vellíðan og ánægju þarf unglingurinn að:

 • Vita að hver og einn á að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum.
 • Finna fyrir hvatningu á jákvæðan hátt af félögunum og starfsmönnum.
 • Læra að taka tillit til annarra og þarfa þeirra. Hver og einn er sérstakur á sinn hátt.

Við þroskandi tómstundir fær einstaklingurinn að:

 • Fást við fjölbreytt og skemmtileg viðfangsefni.
 • Læra að einstaklingar eru misjafnir og við tökum vel á móti öllum.
 • Vinna á jafnréttis- og lýðræðisgrundvelli.
 • Eyða frítíma sínum í umhverfi sem er aðlaðandi og vingjarnlegt.
Dagskrá félagsmiðstöðvarinnar er unnin af starfsmönnum en í samráði við félags- og tómstundaval grunnskólans og X-ráð félagsmiðstöðvarinnar.
Starfsfólk félagsmiðstöðvarinnar aðstoðar við val á afþreyingu og mikilvægt að það veiti unglingunum ráðgjöf og athygli eftir umfangi verkefnanna.

Framtíðarsýn

Að ná sem bestum árangri í uppbyggingu félagsstarfs unglinga í bæjarfélaginu bæði hvað varðar að skapa frumkvöðla og leiðtoga, efla einstaklinginn í einstaklings og hópaverkefnum. Örva krakkana til ákvarðanatöku og ábyrgðar á eigin gerðum. Með aukinni áherslu á þessa þætti verða til einstaklingar sem munu geta haft áhrif Stykkishólmi og landi til heilla.

Getum við bætt efni síðunnar?