Fara í efni

Dvalarheimili

 

Dvalarheimilið

Skólastíg 14a
340 Stykkishólmi
Sími: 433 8165 og 433 8166

 

Í Stykkishólmi er rekið dvalarheimili aldraðra og búseturéttaríbúðir á sama stað.
Netfang: dvalarheimili@stykkisholmur.is

Forstöðumaður: Kristín Sigríður Hannesdóttir
Netfang: krishan@stykkisholmur.is

Þjónusta dvalarheimilisins

Þjónusta

Auk daglegrar umönnunar við heimilisfólk er ýmis önnur þjónusta veitt.

 • Læknir kemur einu sinni í viku.
 • Sóknarprestur kemur einu sinni í mánuði og hefur samverustundir og viðtöl auk guðsþjónustu um jól og páska.
 • Hárgreiðslukona og fótsnyrtir koma nokkuð reglulega.

Smellið hér til að skoða handbók fyrirtækja í velferðaþjónustu fyrir íbúa hjúkrunarheimila
Smellið hér til að skoða bæklinginn „Velkomin á Dvalarheimilið“.

Tómstundastarf

Tómstundastarf fyrir heimilisfólkið fer fram í setustofu heimilisins mánudaga-fimmtudaga frá 10:00-12:00 og 13:00-15:00 undir stjórn Önnu Maríu Rafnsdóttur.

Nánari dagskrá tómstundastarfs er auglýst á dvalarheimilinu.

Smellið hér til að skoða dagskrá félagsstarfs eldri borgara 2021

Minningarkort

Dvalarheimilið í Stykkishólmi gefur út minningarkort og eru þau afgreidd á heimilinu virka daga frá kl. 08:00 - 16:00. Ágóði sölunnar er notaður til að auka lífsgæði fólks.

Búseturéttaríbúðir

Árið 1991 voru teknar í notkun átta búseturéttaríbúðir í kaupleigu fyrir aldraða og eru þær samtengdar Dvalarheimilinu í Stykkishólmi. Árið 1997 voru svo teknar í notkun sjö íbúðir að Skólastíg 16. Þær eru einnig tengdar dvalarheimilinu. Íbúar í búseturéttaríbúðum geta fengið keyptan mat á dvalarheimilinu, einnig eru bjöllur í hverri íbúð sem eru í sambandi við dvalarheimilið.

Smelltu hér til að skoða reglur um úthlutun búseturéttaríbúða fyrir aldraða 

Sækja um íbúð: Umsóknareyðublað fyrir búseturéttaríbúð

Sækja um dvöl

Umsóknir um vistunarmat og dvöl á dvalarheimili

Forsendur umsóknar um dvöl á dvalarheimilum er að gert hafi verið vistunarmat, samanber lög um málefni aldraðra. Um er að ræða umsókn fyrir hjúkrunarrými eða dvalarrými.

1. Umsóknareyðublað fyrir hjúkrunarrými:
Fylla þarf út umsókn um færni- og heilsumat þegar sótt er um pláss í hjúkrunarrými á dvalarheimilum. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublað má fá á landlaeknir.is.

2. Umsóknareyðublað fyrir dvalarrými:
Fylla þarf út umsókn um mat á þörf aldraðra fyrir dvalarrými þegar sótt er um pláss í dvalarrými á dvalarheimilum. Nánari upplýsingar um dvalarrými og umsóknareyðublað má fá á felagsmalaraduneyti.is

Umsókn um færni- og heilsumat þarf að berast til:
Færni- og heilsumatsnefnd
Heilsugæslustöðin í Borgarnesi
Borgarbraut 65
310 Borgarnesi

 

Félagsstarf og tómstundir

Tómstundastarf

Tómstundastarf fyrir heimilisfólkið fer fram í setustofu heimilisins mánudaga-fimmtudaga frá 10:00-12:00 og 13:00-15:00 undir stjórn Önnu Maríu Rafnsdóttur.
Nánari dagskrá tómstundastarfs er auglýst á dvalarheimilinu.

Setrið, félagsaðstaða eldri borgara er staðsett að Skólastíg 11. Sími þar er 433-8197.

Smellið hér til að skoða dagskrá félagsstarfs eldri borgara 2021

Saga dvalarheimilisins

Árið 1958 höfðu miklar umræður verið í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu um elliheimilismál. Þessar umræður fóru mikið fram hjá sýslunefnd, hreppsnefndum og innan kvenfélaganna. Sýslunefnd skipaði nefnd til þess að koma málinu áfram. Aðallega var rætt um eitt elliheimili fyrir sýsluna og þá meðal annars horft til aðstöðu við St. Franciskussjúkrahúsið. Um byggingu eins elliheimilis náðist þó ekki samkomulag og kom þar margt til.

Árið 1976 kaus hreppsnefnd Stykkishólms fjögurra manna nefnd til að hefja undirbúning að stofnun elliheimilis í heimavistarhúsnæði skólanna eftir að heimavistin var lögð niður. Nefndina skipuðu Einar Karlsson hreppsnefndarmaður, Gissur Tryggvason sýsluskrifari, Sturla Böðvarsson sveitarstjóri og til vara Freyja Finnsdóttir formaður kvenfélagsins. Árangur af starfi þessarar nefndar varð sá að í ágúst 1978 tók til starfa dvalarheimili að Skólastíg 14 í Stykkishólmi. Á heimilinu voru 18 einsmanns- og tvö tveggjamannaherbergi.

Árið 1991 voru teknar í notkun átta búseturéttaríbúðir fyrir aldraða og eru þær samtengdar dvalarheimilinu. Árið 1997 voru svo teknar í notkun sjö íbúðir að Skólastíg 16 sem einnig eru tengdar dvalarheimilinu. Íbúar í búseturéttaríbúðum geta fengið keyptan mat á dvalarheimilinu, einnig eru bjöllur í hverri íbúð, sem eru í sambandi við dvalarheimilið.


Forstöðumenn heimilisins hafa verið:

Guðlaug Vigfúsdóttir, 1978 - 1988
Petrína Bjartmars, 1988 – 1991
Helga Ásgrímsdóttir, gegndi stöðu forstöðumanns tímabundið árið 1991
Hrafnhildur og Hanna Jónsdætur, 1991 - 1992
Kristín Björnsdóttir, 1992 - 2001
Jóhanna Guðbrandsdóttir, 2001 -2008
Ásta Sigurðardóttir, gegndi stöðu forstöðumanns tímabundið árið 2008
Erla Björk Sverrisdóttir, 2009
Kristín Blöndal, 2010 - 2011
Erla Gísladóttir, ráðin forstöðumaður tímabundið 2011
Hildigunnur Jóhannesdóttir, 2012 – 2015
Kristín Hannesdóttir, 2015 -

Stjórnir dvalarheimilisins hafa verið:


1979 - 1982
Kristín Björnsdóttir, formaður
Guðni Friðriksson, ritari
Einar Karlsson
Bjarndís Þorgrímsdóttir

1982 - 1990
Kristín Björnsdóttir, formaður
Dagbjört Höskuldsdóttir, ritari
Guðni Friðriksson
Heiðrún Rútsdóttir
Bjarndís Þorgrímsdóttir
Kristborg Haraldsdóttir
Elín Sigurðardóttir, ritari

1990 – 1992
Kristín Björnsdóttir, formaður
María Davíðsdóttir
Guðni Friðriksson

1992- 2002
Guðni Friðriksson, formaður
María Davíðsdóttir
Hinrik Finnsson
Bryndís Guðbjartsdóttir
Hanna Jónsdóttir

2002-2006
Eyþór Benediktsson, formaður
Róbert W. Jörgensen, ritari
Guðbjörg Egilsdóttir

2006-2010
Róbert W. Jörgensen, formaður
Katrín Gísladóttir, ritari
Guðbjörg Egilsdóttir

2010-2014
Elín Guðrún Pálsdóttir, formaður
Hildigunnur Jóhannesdóttir, ritari
Róbert W. Jörgensen

2014-2018
Róbert W. Jörgensen, formaður
Hafdís Björgvinsdóttir
Berglind Axelsdóttir

2018-2022
Hildur Lára Ævarsdóttir, formaður
Anna Margrét Pálsdóttir
Agnar Jónasson

 

Starfsmannastefna

Til að Dvalarheimili aldraðra Stykkishólmi geti uppfyllt skyldur sínar gagnvart skjólstæðingum sínum þarf stofnunin að hafa á að skipa traustu, hæfu og áhugasömu starfsfólki. Þekking og reynsla starfsmanna er velgengi hverrar stofnunar og því er leitast við að gera starfsaðstæður góðar.


Markmið

Tryggja góða vinnuaðstöðu fyrir starfsmenn
Dvalarheimilið sé eftirsóknarverður vinnustaður
Gott samstarf og traust sé ríkjandi
Starfsmenn séu vel upplýstir um verkefni sín og skyldur

Ráðningar og kjaramál

Leitast er við að ráða til starfa starfsfólk sem býr yfir þekkingu, reynslu, heiðarleika, ábyrgðartilfinningu og hæfni í mannlegum samskiptum. Starfslýsingar eiga að vera til fyrir öll störf. Starfslýsingar eru aldrei tæmandi upptalning verkefna og ber starfsmanni að sinna þeim verkefnum sem yfirmaður felur honum. Skriflegur ráðingasamnigur er gerður og eru fyrstu þrír mánuðir í starfi reynslutími. Greitt er samkvæmt gildandi kjarasamningum hvers stéttarfélags.

Vinnufatnaður

Dvalarheimilið útvegar starfsmönnum vinnufatnað og eiga starfsmenn að klæðast honum og vera snyrtilegir til fara. Ekki með skartgripi, langar neglur og naglalakk.

Nýir starfsmenn

Þegar nýr starfsmaður byrjar skal hann fylgja reyndum starfsmanni fyrstu dagana og fá leiðsögn um vinnustaðinn, kynningu á vaktaáætlun, vinnulagsreglum og vera kynntur fyrir heimilismönnum og samstarfsmönnum.

Starfsmannasamtöl

Starfsmenn skulu eiga kost á að fara í formlegt starfsmannasamtal einu sinni á ári með yfirmanni þar sem starfsánægja og árangur er skoðaður og leiðir til sameiginlegra markmiða kannaðar.

Fræðsla

Leitast er við að að gefa starfsmönnum kost á fræðslu og símenntun. Starfsmenn séu hvattir til að sækja sér fræðslu og sækja um styrki í starfsmenntunarsjóði.

Samskipti

Jákvæð framkoma er mikilvæg gagnvart heimilismönnum, aðstandendum og samstarfsmönnum. Starfsmenn skulu sýna kurteisi, heiðarleika og vandvirkni í starfi. Starfsmenn skulu gæta þagmælsku um allt sem þeir heyra og sjá og trúnaður á að ríkja um. Einelti og kynferðisleg áreitni telst alvarlegt brot og við því skal brugðist.

Fjölskylda og vinna

Reynt er að koma til móts við þarfir starfsmanna í einkalífi. Starfsmönnum skal leiðbeint um leiðir til að takast á við vandamál sem upp geta komið í einkalífi.

Skýrslur um málefni aldraðra

Uppbygging á þjónustu og búsetuúrræðum fyrir aldraða og fatlaða í Stykkishólmsbæ

Stefnumörkun í málefnum aldraðra

Hagnýtar upplýsingar fyrir eldri borgara í Stykkishólmi

 

Eineltisáætlun

Stefna og viðbragðsáætlun í eineltismálum

Það er stefna Dvalarheimilis aldraðra í Stykkishólmi að heimilismönnum og starfsmönnum sé sýnd kurteisi og virðing. Einelti og áreitni er undir engum kringumstæðum liðin. Lögð er áhersla á góð samskipti og upplýsingamiðlun. Öllum einstaklingum, jafnt heimilismönnum sem starfsfólki er sýnt umburðarlyndi og fordómar eru ekki liðnir. Brugðist er strax við vandamálum, eins og ágreiningi, einelti og kynferðislegri áreitni. Leitað er lausna og viðbrögðin eru markviss. Það er ábyrgð starfsmanna að koma ábendingum um einelti á framfæri við yfirmann.

Skilgreining stofnunarinnar á einelti og kynferðislegri áreitni styðst við reglugerð nr. 1000/2004 en þar segir í 3. grein:

Einelti: Ámælisverð eða síendurtekin ótilhlýðileg háttsemi, þ.e. athöfn eða hegðun sem er til þess fallin að niðurlægja, gera lítið úr, móðga, særa, mismuna eða ógna og valda vanlíðan hjá þeim sem hún beinist að. Kynferðisleg áreitni og annað andlegt eða líkamlegt ofbeldi fellur hér undir.

Birtingarmyndir eineltis geta verið margs konar, t.d.:

 • Að starf, hæfni og verk þolanda eru lítilsvirt.
 • Að draga úr ábyrgð/verkefnum og gefa ekki upplýsingar.
 • Særandi athugasemdir, rógur eða baktal.
 • Útilokun frá félagslegum og faglegum samskiptum.
 • Líkamlegar árásir eða hótanir um slíkt.
 • Stríðni, niðurlæging eða auðmýking.

Stjórnendur bera ábyrgð á að grundvallarreglur samskipta séu virtar. Nýjum starfsmönnum er kynnt stefna og viðbragðsáætlun í eineltismálum við upphaf starfs. Ef upp koma ágreiningsmál og hagsmunaárekstrar er reynt að leysa slík mál án tafar.

Komi upp einelti meðal starfsmanna skulu þolendur leita til næsta yfirmanns. Ef yfirmaðurinn er gerandinn eða hunsar vandamálið er hægt að leita til tveggja annarra aðila:

 • Bæjarstjóra
 • Formanns stjórnar Dvalarheimilis aldraðra í Stykkishólmi

Stofnunin skal grípa til aðgerða gagnvart starfsmönnum sem leggja aðra í einelti t.d. með áminningu eða uppsögn. Alvarleg atvik verða hugsanlega kærð að höfðu samráði við þolanda. Gerandi verður látinn axla ábyrgð.

Viðbrögð þegar grunur er um einelti:

Stjórnendur/trúnaðarmaður eða aðrir sem fá ábendingu um einelti koma upplýsingum til viðeigandi aðila, skrá niður og afla upplýsinga. Ef grunur um einelti er staðfestur skal í samráði við þolanda ákvarða framhald málsins og velja um:

A) Óformlega málsmeðferð:

 • Leitað upplýsinga hjá þolanda og honum veittur stuðningur eða ráðgjöf.
 • Aðrir fá ekki upplýsingar um málið.

B) Formlega málsmeðferð:

 • Gerð hlutlaus athugun og rætt við þolanda og geranda, gagna aflað, svo sem tímasetningar.
 • Fundin lausn, sem getur falist í breytingum á vinnubrögðum eða vinnuskipulagi.
 • Gerandi fær leiðsögn og aðvörun.
 • Málinu fylgt eftir og rætt við aðila að ákveðnum tíma liðnum.
 • Fylgst með samskiptum aðila málsins.
 • Utanaðkomandi aðstoð ef þörf er á.

Láti gerandi ekki segjast og viðheldur eineltinu skal honum sagt upp starfinu.

 

Getum við bætt efni síðunnar?