Dvalarheimili
Dvalarheimilið
Skólastíg 14a
340 Stykkishólmi
Sími: 432 1265
Heilbrigðisstofnun Vesturlands rekur dvalarheimili aldraðra í Stykkishólmi.
Netfang: dvalarheimili.stykk@hve.is
Forstöðumaður: Kristín Sigríður Hannesdóttir
Þjónusta dvalarheimilisins
Þjónusta
Auk daglegrar umönnunar við heimilisfólk er ýmis önnur þjónusta veitt.
- Læknir kemur einu sinni í viku.
- Sóknarprestur kemur einu sinni í mánuði og hefur samverustundir og viðtöl auk guðsþjónustu um jól og páska.
- Hárgreiðslukona og fótsnyrtir koma nokkuð reglulega.
Smellið hér til að skoða handbók fyrirtækja í velferðaþjónustu fyrir íbúa hjúkrunarheimila
Tómstundastarf
Tómstundastarf fyrir heimilisfólkið fer fram í setustofu heimilisins mánudaga-fimmtudaga frá 10:00-12:00 og 13:00-15:00 undir stjórn Önnu Maríu Rafnsdóttur.
Nánari dagskrá tómstundastarfs er auglýst á dvalarheimilinu.
Smellið hér til að skoða dagskrá félagsstarfs eldri borgara 2021
Minningarkort
Dvalarheimilið í Stykkishólmi gefur út minningarkort og eru þau afgreidd á heimilinu virka daga frá kl. 08:00 - 16:00. Ágóði sölunnar er notaður til að auka lífsgæði fólks.
Búseturéttaríbúðir
Árið 1991 voru teknar í notkun átta búseturéttaríbúðir í kaupleigu fyrir aldraða og eru þær samtengdar Dvalarheimilinu í Stykkishólmi. Árið 1997 voru svo teknar í notkun sjö íbúðir að Skólastíg 16. Þær eru einnig tengdar dvalarheimilinu.
Smelltu hér til að skoða reglur um úthlutun búseturéttaríbúða fyrir aldraða
Sækja um íbúð: Umsóknareyðublað fyrir búseturéttaríbúð
Sækja um dvöl
Umsóknir um vistunarmat og dvöl á dvalarheimili
Forsendur umsóknar um dvöl á dvalarheimilum er að gert hafi verið vistunarmat, samanber lög um málefni aldraðra. Um er að ræða umsókn fyrir hjúkrunarrými eða dvalarrými.
1. Umsóknareyðublað fyrir hjúkrunarrými:
Fylla þarf út umsókn um færni- og heilsumat þegar sótt er um pláss í hjúkrunarrými á dvalarheimilum. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublað má fá á landlaeknir.is.
2. Umsóknareyðublað fyrir dvalarrými:
Fylla þarf út umsókn um mat á þörf aldraðra fyrir dvalarrými þegar sótt er um pláss í dvalarrými á dvalarheimilum. Nánari upplýsingar um dvalarrými og umsóknareyðublað má fá á felagsmalaraduneyti.is
Umsókn um færni- og heilsumat þarf að berast til:
Færni- og heilsumatsnefnd
Heilsugæslustöðin í Borgarnesi
Borgarbraut 65
310 Borgarnesi
Félagsstarf og tómstundir
Tómstundastarf
Tómstundastarf fyrir heimilisfólkið fer fram í setustofu heimilisins mánudaga-fimmtudaga frá 10:00-12:00 og 13:00-15:00 undir stjórn Önnu Maríu Rafnsdóttur.
Nánari dagskrá tómstundastarfs er auglýst á dvalarheimilinu.
Setrið, félagsaðstaða eldri borgara er staðsett að Skólastíg 11. Sími þar er 433-8197.
Smellið hér til að skoða dagskrá félagsstarfs eldri borgara 2021
Saga dvalarheimilisins
Árið 1958 höfðu miklar umræður verið í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu um elliheimilismál. Þessar umræður fóru mikið fram hjá sýslunefnd, hreppsnefndum og innan kvenfélaganna. Sýslunefnd skipaði nefnd til þess að koma málinu áfram. Aðallega var rætt um eitt elliheimili fyrir sýsluna og þá meðal annars horft til aðstöðu við St. Franciskussjúkrahúsið. Um byggingu eins elliheimilis náðist þó ekki samkomulag og kom þar margt til.
Árið 1976 kaus hreppsnefnd Stykkishólms fjögurra manna nefnd til að hefja undirbúning að stofnun elliheimilis í heimavistarhúsnæði skólanna eftir að heimavistin var lögð niður. Nefndina skipuðu Einar Karlsson hreppsnefndarmaður, Gissur Tryggvason sýsluskrifari, Sturla Böðvarsson sveitarstjóri og til vara Freyja Finnsdóttir formaður kvenfélagsins. Árangur af starfi þessarar nefndar varð sá að í ágúst 1978 tók til starfa dvalarheimili að Skólastíg 14 í Stykkishólmi. Á heimilinu voru 18 einsmanns- og tvö tveggjamannaherbergi.
Árið 1991 voru teknar í notkun átta búseturéttaríbúðir fyrir aldraða og eru þær samtengdar dvalarheimilinu. Árið 1997 voru svo teknar í notkun sjö íbúðir að Skólastíg 16 sem einnig eru tengdar dvalarheimilinu. Íbúar í búseturéttaríbúðum geta fengið keyptan mat á dvalarheimilinu, einnig eru bjöllur í hverri íbúð, sem eru í sambandi við dvalarheimilið.
Forstöðumenn heimilisins hafa verið:
Guðlaug Vigfúsdóttir, 1978 - 1988
Petrína Bjartmars, 1988 – 1991
Helga Ásgrímsdóttir, gegndi stöðu forstöðumanns tímabundið árið 1991
Hrafnhildur og Hanna Jónsdætur, 1991 - 1992
Kristín Björnsdóttir, 1992 - 2001
Jóhanna Guðbrandsdóttir, 2001 -2008
Ásta Sigurðardóttir, gegndi stöðu forstöðumanns tímabundið árið 2008
Erla Björk Sverrisdóttir, 2009
Kristín Blöndal, 2010 - 2011
Erla Gísladóttir, ráðin forstöðumaður tímabundið 2011
Hildigunnur Jóhannesdóttir, 2012 – 2015
Kristín Hannesdóttir, 2015 -
Stjórnir dvalarheimilisins hafa verið:
1979 - 1982
Kristín Björnsdóttir, formaður
Guðni Friðriksson, ritari
Einar Karlsson
Bjarndís Þorgrímsdóttir
1982 - 1990
Kristín Björnsdóttir, formaður
Dagbjört Höskuldsdóttir, ritari
Guðni Friðriksson
Heiðrún Rútsdóttir
Bjarndís Þorgrímsdóttir
Kristborg Haraldsdóttir
Elín Sigurðardóttir, ritari
1990 – 1992
Kristín Björnsdóttir, formaður
María Davíðsdóttir
Guðni Friðriksson
1992- 2002
Guðni Friðriksson, formaður
María Davíðsdóttir
Hinrik Finnsson
Bryndís Guðbjartsdóttir
Hanna Jónsdóttir
2002-2006
Eyþór Benediktsson, formaður
Róbert W. Jörgensen, ritari
Guðbjörg Egilsdóttir
2006-2010
Róbert W. Jörgensen, formaður
Katrín Gísladóttir, ritari
Guðbjörg Egilsdóttir
2010-2014
Elín Guðrún Pálsdóttir, formaður
Hildigunnur Jóhannesdóttir, ritari
Róbert W. Jörgensen
2014-2018
Róbert W. Jörgensen, formaður
Hafdís Björgvinsdóttir
Berglind Axelsdóttir
2018-2022
Hildur Lára Ævarsdóttir, formaður
Anna Margrét Pálsdóttir
Agnar Jónasson