Fara í efni

Félagsþjónusta og barnavernd

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga

fssf

Byggðasamlag sveitarfélaganna Eyja- og Miklaholtshrepps, Grundarfjarðarbæjar, Snæfellsbæjar og Sveitarfélagsins Stykkishólms rekur Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga (FSS).

Hlutverk stofnunarinnar er að annast skólaþjónustu við grunn- og leikskóla aðildarsveitarfélaganna ásamt því að annast alla félagsþjónustuþætti og málefni barnaverndar á þjónustusvæðinu.
Stofnunin annast einnig rekstur málaflokks fatlaðs fólks og er í þeim málaflokki hluti Þjónustusvæðis Vesturlands bs.

Stofnunin hefur aðsetur að Klettsbúð 4, 360 Snæfellsbæ. Auk þess hafa starfsmenn vinnuaðstöðu að Borgarbraut 2 í Stykkishólmi, á bæjarskrifstofunni í Grundarfjarðarbæ ásamt starfsaðstöðu í grunn- og leikskólum svæðisins sem og öllum heilsugæslustöðvum þar sem sálfræðiþjónusta FSS er veitt. Þá rekur FSS vinnustofu/dagþjónustu- og hæfingarstöð fatlaðs fólks í Stykkishólmi og önnur slík er í Ólafsvík, Snæfellsbæ. Í undirbúningi er starfræksla íbúðarsambýlis, búsetuþjónustu fatlaðs fólks á Snæfellsnesi.

Smellið hér til að fara inn á heimasíðu Félags- og skólaþjónustunnar

Getum við bætt efni síðunnar?