Fara í efni

Sundlaug

 

Sundlaug og Íþróttamiðstöð Stykkishólms

Borgarbraut 4

340 Stykkishólmi

Sími: 433-8150 

sund@stykkisholmur.is

Facebooksíða sundlaugarinnar

Íþrótta- og tómstundafulltrúi: Magnús Ingi Bæringsson, sími: 8648862

Vaktstjórar: Vignir Sveinsson og Sarah Allard

Opnunartími

Athugið að hætt er að hleypa ofan í laugina 30 mínútum fyrir lokun

Sumaropnunartími 1. júní til 31. ágúst

Mánudaga-fimmtudaga
kl. 07.05 - 22.00

Föstudaga
kl. 07.05 - 19.00

Laugardaga-sunnudaga
kl. 10.00 - 18.00

Vetraropnunartími 1. september til 31. maí.

Mánudaga-fimmtudaga
kl. 07.05 - 22.00

Föstudaga
kl. 07.05 - 22.00

Laugardaga
kl. 10.00 - 17.00

Sunnudaga
kl. 12.00 - 17.00

Gjaldskrá

Gildir frá 1. janúar 2024

 

Íþróttahús

2024

Tími í sal

1.300

Afmæli í sal 1 klst.

6.150

Sundlaug

2024

Fullorðnir

1.300

Börn

450

Árskort fullorðnir

41.400

Árskort eldri borgarar og öryrkjar

7.250

10 miða kort börn

3.050

Fjölskyldukort 6 mánaða kort

38.000

Fjölskyldukort árskort

30 miða kort börn

58.800

7.250

30 miða kort fullorðnir

18.900

10 miða kort fullorðnir

Leiga á handklæði

10.400

950

Leiga á sundfatnaði

950

Sturta

750

Stakt gjald eldri og öryrkjar

650Íþróttamannvirki

Íþróttahús íþróttahús

Í húsinu er 300 manna áhorfendastúka og 25x45 m salur sem rúmar handboltavöll í löglegri stærð, körfuboltavöll, þrjá æfingavelli fyrir körfubolta, þrjá blakvelli og sex badmintonvelli. Góð aðstaða er fyrir æfingabúðir með gistiaðstöðu í grunnskóla. Þá er í húsinu líkamsræktarstöðin Átak.

Sundlaug

25x12 m útisundlaug með 57 m vatnsrennibraut, vaðlaug og tveimur heitum pottum 38-40°C og 40-42°C og einum köldum potti 4-6°C. Einnig er 12 m innilaug sem er um 33°C og hentar sem kennslu- og þjálfunarlaug en einnig fyrir börnin og ungbarnasund, en þá er hitastig venjulega hækkað upp í 35°C. Í heitu pottunum er heilsuvatn sem kemur beint úr borholunni við Hofstaði, en vatnið er gott sem meðferð við ýmiss konar húðvandamálum, svo sem exemi og psoriasis. 

Íþróttavöllur

Knattspyrnuvöllurinn er 104x67m grasvöllur. Umhverfis hann eru hlaupabrautir og á svæðinu önnur hefðbundin aðstaða til frjálsíþrótta. Áhorfendapallar sem taka uþb. 600 manns í sæti.

Sparkvöllur

Sparkvöllur var byggður upp við Íþróttamiðstöðina sumarið 2005 í samstarfi við KSÍ. Völlurinn er upphitaður og flóðlýstur og bætir aðstöðu fótboltafólks á öllum aldri til að iðka sína íþrótt allan ársins hring.

 Vatnið

Einstakt vottað vatn

Heilsuefling Stykkishólms ehf hefur hlotið vottun á heita vatninu í Stykkishólmi. Sú vottun kemur frá þýskri stofnun, Institut Fresenius, sem sérhæfir sig í vatns- og umhverfisvottun. Segja þeir vatnið sérstaklega gott og þá einna helst við stoðkerfasjúkdómum en mæla einnig með því til drykkjar líkt og tíðkast víða í Evrópu. En þar drekka menn salt-og steinefnaríkt vatn sér til heilsubótar og yngingar.

Vatnið í Stykkishólmi hefur einnig reynst mjög gott á psoriasis sár og exem og hefur veitt mörgum ágætis bata sem þjást af þeim sjúkdómum. Hafa menn komið víða að til að baða sig í vatninu og sumir jafnvel fengið flösku af vatni til að taka með sér heim. Vatnið í Stykkishólmi er á margan hátt sérstakt, það er basískt (pH 8,45) og inniheldur allmikið af uppleystum efnum sem eru einkum natríumklóríð og kalsíumsölt. Vatnið er jafnframt líkt að efnainnihaldi því vatni sem frá forsögulegum tímum hefur verið notað til baða í baðstaðnum Baden Baden í Þýskalandi.

Frábært kalt vatn!

Kalda vatnið, sem einnig var sóst eftir vottun á, fékk frábæra einkunn og er mælt með því til útflutnings, þá sérstaklega til að blanda mjólk handa ungabörnum. Vatnið fékk hins vegar ekki vottun vegna þess að það kemur úr lind en ekki úr holu. En ákveðnir staðlar eru settir fyrir því að vatn fái vottun og er einn sá að vatnið komi úr borholu.

Hólmarar hafa því fengið staðfestan grun sinn um að í krönum þeirra renni einstakt vatn sem og að vatnið í heitum pottunum við sundlaugina hafi lækningamátt.

Heimasíða Institut fresenius

Um sundiðkun

Við Íslendingar erum svo heppin að sund hefur verið á skólanámskránni okkar í mörg ár. Við byrjum að læra sundið snemma, kynnumst vatninu og sundhreyfingunum og eyðum svo næstu skólaárum í að fínpússa sundhreyfingarnar okkar. Þó svo að við séum ekki öll mjög sterkir sundmenn og sumir þurfi að hafa meira fyrir sundtökunum en aðrir þá geta flestir komið sér í gegnum nokkrar ferðir og bætt sig tiltölulega hratt miðað við aðrar hreyfingar. Því þarf ekki mikið til, einungis rétt hugarfar.

Það að synda er ekki það eina sem hægt er að gera í sundlauginni. Hægt er að gera ýmsar æfingar í vatni sem margir eiga annars erfitt með og er t.d. tilvalið að nýta sér góðar æfingar bakdeildarinnar sem hanga upp á vegg í innilaug. Annars er bara að nota ímyndunaraflið og vera með viljann að vopni, þá eru manni allir vegir færir.

Hér koma nokkrar ástæður fyrir því að þú ættir skella þér í laugina og rifja upp gamla takta úr sundkennslu í grunnskóla.

  • Eykur liðleika – Sund er mjúk hreyfing sem setur lítið álag á bein og liðamót. Í sundlaugum hér á landi þar sem vatnið er tiltölulega heitt þá ná vöðvarnir góðri slökun sem hjálpar þér að teygja á mikilvægum vöðvum. Ef þú ert mikið fyrir það að hlaupa eða hjóla þá er sund tilvalin íþrótt til að slaka á eftir erfiða æfingu og hjálpa þér að hreinsa líkamann og losa um stífleika.
  • Brennsla – Klukkustundar sund á rólegu tempói brennir allt að 500 kcal. Sund eykur grunnbrennsluna og heldur áfram að brenna eftir æfingar.
  • Bætir vöðvasamræmi – Þegar þú syndir þá notar þú yfir 2/3 vöðva líkamans í það að koma þér áfram. Þú notar hendur, fætur, búkinn og höfuð og þarft að láta alla þessa vöðva vinna saman til þess að finna hið fullkomna jafnvægi til þess að njóta sundsins.
  • Bætir líkamsstöðuna – Sund styrkir liðamót og bætir líkamsstöðuna með því að rétta úr hryggjasúlunni. Sund er því tilvalið fyrir fólk sem er með alls kyns bakvandamál.
  • Sund er fyrir ALLA – Börn og eldri borgarar geta nýtt sér sund til hreyfinga. Um leið og þú kemur ofan í vatnið þá verður líkaminn þinn léttur, mjúkur og það skiptir ekki máli hversu gamall eða gömul þú ert, líkamanum líður vel í vatni og þú í kjölfarið finnur til slökunar. Hversu gott væri að ná þeirri tilfinningu á hverjum degi?
  • Fullkomin líkamsrækt – Sund er tilvalin íþrótt til þess að móta líkamann. Þú þarft ekki á þungum lóðum að halda, þú þarft ekki að kaupa rándýran íþróttafatnað. Eina sem þarf er líkaminn, sundfatnaður og sundlaugin.
  • Fullkomin þolíþrótt – Sund er talin ein fullkomnasta loftháða íþrótt sem til er. Ólíkt hlaupum þá þarftu að stjórna öndun þinni mun meira í sundi sem kallar á meira súrefni til vöðvana, lætur þá vinna meira fyrir súrefninu án þess að þú takir eftir því. Sund styrkir einnig hjartavöðvann, stækkar hann og gæðin í hverri pumpu verða betri sem leiðir til betri blóðrásar.
  • ALLA ÆVI – Sund er íþrótt sem þú þarft aldrei að segja skilið við. Sund er íþrótt sem er til staðar fyrir þig alla ævi og þú getur stundað hana á hverjum degi.
  • Endurhæfing – Ertu að jafna þig eftir meiðsli, slæm/ur í hnjám og þarft hvíld frá sífelldum höggum frá gangstéttinni? Sund er tilvalið til að viðhalda úthaldi og styrk. Með góðri þjálfun 3x í viku getur þú viðhaldið úthaldi og styrk í allt að 8 vikur á meðan þú jafnar þig af meiðslum.
  • Minnkar stress – Í sífellt hraðari heimi verður fólk stöðugt meira stressað. Það er margsannað að sund getur bætt skapið og minnkað stress hjá fólki. Það að skella sér í laugina fyrir eða eftir langan vinnudag dregur úr stressi og þú nærð fullkominni slökun á líkama og sál.

 

Getum við bætt efni síðunnar?