Fara í efni

Bæjarstjóri

Bæjarstjóri Stykkishólmsbæjar er Jakob Björgvin Sigríðarson Jakobsson, jakob@stykkisholmur.is

Jakob Björg­vin S. Jak­obs­son er fædd­ur 1982 í Stykk­is­hólmi og bjó þar fram á unglings­ár. Hann er með meist­ara­próf í lög­fræði frá HR og starfaði sem lögmaður í Reykja­vík ásamt því að sinna kennslu á sviði fyr­ir­tækja- og skatta­rétt­ar. Áður var hann verkefnastjóri hjá Deloitte og vann hjá skattayfirvöldum. Árið 2018 flutti Jakob Björgvin aftur á heimaslóðir og tók við starfi bæjarstjóra í Stykkishólmi.

Bæjarstjórn ræður bæjarstjóra til þess að annast framkvæmd ákvarðana bæjarstjórnar og verkefni sveitarfélagsins.

  • Bæjarstjóri er æðsti yfirmaður annars starfsliðs sveitarfélagsins og sér um að stjórnsýsla sveitarfélagsins samræmist lögum, samþykktum og viðeigandi fyrirmælum yfirmanna.
  • Bæjarstjóri skal sitja fundi bæjarstjórnar. Þar hefur hann málfrelsi, tillögurétt og rétt til bókana en ekki atkvæðisrétt nema hann sé jafnframt kjörinn fulltrúi í bæjarstjórninni. Hann hefur jafnframt rétt til setu á fundum nefnda og ráða sem bæjarstjórn skipar.
  • Bæjarstjóri skal sjá um að fundir bæjarstjórnar, bæjarráðs og annarra nefnda bæjarstjórnar séu vel undirbúnir, m.a. í þeim tilgangi að mál sem þar eru afgreidd séu vel upplýst. Hann sér einnig um að ákvarðanir þær sem teknar eru af hálfu bæjarstjórnar og annarra nefnda komist til framkvæmda, hafi bæjarstjórn ekki falið það öðrum.
  • Bæjarstjóri er prókúruhafi sveitarfélagsins og undirritar skjöl varðandi kaup og sölu fasteigna sveitarfélagsins, lántökur og ábyrgðir, svo og önnur skjöl sem fela í sér skuldbindingar eða ráðstafanir sem samþykki bæjarstjórnar þarf til.

 

Getum við bætt efni síðunnar?