Fara í efni

Umhverfismál

Umhverfismál í öndvegi

Umhverfismál eru í hávegum höfð í Stykkishólmi. Á áttunda áratugnum var gert mikið átak í endurbyggingu gatnakerfisins, opin svæði grædd upp og trjárækt aukin í bæjarlandinu. Árið 2003 fékk höfnin í Stykkishólmi Bláfánann og var það í fyrsta skipti að höfn fékk Bláfánann á Íslandi sem er mikilvæg viðurkenning á sviði umhverfismála hafnanna. Var það vegleg viðurkenning enda er hafnarsvæðið einstakt. Grænfáninn var dregin að húni við Leikskólann í Stykkishólmi og við yngri deildir grunnskólans vorið 2007. Í janúar 2008 hófust íbúar handa við að flokka allt sorp fyrstir landsmanna í svokallað þriggja tunnu kerfi. Árið 2008 fékk Stykkishólmur ásamt öðrum sveitarfélögum á Snæfellsnesi umhverfisvottun Earth Check og hefur hún verið endurnýjuð árlega síðan þá. Sá áfangi vakti verðskuldaða athygli innanlands sem utan þar sem sveitarfélögin á Snæfellsnesi voru þau fyrstu í Evrópu til þess að hljóta slíka vottun og fjórða samfélagið í heiminum öllum.

Umhverfis-, skipulags- og mannvirkjamál

Umhverfis-, skipulags- og mannvirkjamál

Umhverfis-, skipulags- og mannvirkjamál hjá sveitarfélaginu eru á höndum eftirfarandi aðila. Auk skipulags-, umhverfis- og byggingarmála er hlutverk þeirra að hafa umsjón með verklegum framkvæmdum á vegum sveitarfélagsins s.s. viðhaldi fasteigna, gatnakerfi, holræsakerfi, opnum svæðum, sorpmálum og sumarvinnu unglinga.

Í skipulags- og byggingarmálum starfa:

Í þjónustumiðstöð starfa:

  • Jón Salómon Bjarnason, starfsmaður þjónustumiðstöðvar og umsjónarmaður fasteigna - jon.salomon@stykkisholmur.is
  • Jón Beck Agnarsson, verkstjóri Þjónustumiðstöðvar - thjonusta@stykkisholmur.is
  • Jan Benner, starfsmaður þjónustumiðstöðvar
  • Einar Marteinn Bergþórsson, starfsmaður þjónustumiðstöðvar

Símanúmer hjá þjónustumiðstöð er 8921189

Vatns- og hitaveita Stykkishólms er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur. Starfsmaður OR í Stykkishólmi er Hörður Karlsson.
Sorptaka er í höndum Íslenska Gámafélagsins ehf . Starfsmaður Íslenska Gámafélagsins í Stykkishólmi er Gunnar Jónsson.

Sorpflokkun

Flokkun heimilissorps hófst í svokallað þriggja tunnu kerfi árið 2008. Íslenska gámafélagið og Stykkishólmsbær gerðu samning um þess háttar flokkun í desember 2007 og víðtæk kynning átti sér stað í bæjarfélaginu fyrstu daga ársins 2008. Í janúar 2008 voru öll heimili komin með þrjár sorptunnur. Þannig varð Stykkishólmur fyrsta sveitarfélag landsins til að taka upp almenna sorpflokkun. Í lok árs 2022 tók sameinað sveitarfélag Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar fjórðu tunnuna í notkun. Hér að neðan má nálgast flokkunarleiðbeiningar.

 

Umhverfisvottun Snæfellsness

Hvað er EarthCheck?earth check

Stykkishólmsbær ásamt sveitarfélögunum á Snæfellsnesi, Eyja- og Miklaholtshrepp, Grundarfjarðarbæ, Helgafellssveit og Snæfellsbæ, tóku sameiginlega ákvörðun um aldamótin að standa vörð um umhverfið og hófu að gera umbætur í starfsemi sinni og miðla fræðslu til íbúa. Árið 2003 hófu sveitarfélögin ásamt Þjóðgarðinum Snæfellsjökli, umfangsmikla undirbúningsvinnu að umhverfisvottun EarthCheck samtakanna fyrir lausnamiðað starf og sjálfbærari frammistöðu í umhverfis- og samfélagsmálum. Þann 8. júní 2008 hlaut Snæfellsnes loks umhverfisvottun við hátíðlega athöfn að viðstöddum forseta Íslands, þingmönnum, sveitarstjórnarfólki og fjölda gesta. Áfanginn vakti verðskuldaða athygli innan lands sem utan þar sem sveitarfélögin á Snæfellsnesi eru þau fyrstu í Evrópu til þess að hljóta slíka vottun og fjórða samfélagið í heiminum öllum.

Til þess að viðhalda vottuninni er stöðugra úrbóta í umhverfis- og samfélagsmálum krafist og árlega er svæðið tekið út af óháðum aðila vegna endurnýjunar á vottun. Síðast fékkst vottunin endurnýjuð árið 2019. Með þátttöku í umhverfisvottun EarthCheck er haldið utan um auðlindanotkun, innkaup á hreinsi- og hreinlætisvörum og pappír og sorpmyndun sem dæmi. Einnig er það hluti af verkefninu að sveitarfélögin sættist á sameiginlega stefnumótun í sjálfbærri þróun í umhverfis- og samfélagsmálum á Snæfellsnesi. Vottun óháðs þriðja aðila sýnir fram á trúverðugleika, aðhald og eftirfylgni.

Margt hefur áunnist í umhverfismálum í Stykkishólmi síðastliðin ár. Það var í Stykkishólmi sem fyrst var farið að flokka heimilissorp í þrjár tunnur á Íslandi, árið 2008, og höfum við síðan þá reynt að auka endurvinnslu og bæta aðstöðu til sorpflokkunar. Smábátahöfnin í Stykkishólmi var sú fyrsta á Íslandi til að hljóta alþjóðlega viðurkenningu Bláfánans 13. júní 2003 og hefur fengið viðurkenningu árlega síðan. Leikskólinn og grunnskólinn gengu til liðs við Grænfánaverkefni árið 2006 og fengu fána afhentan af fulltrúum Landverndar árið 2007 og að nýju árið 2010.

Umhverfismál eru okkur öllum mikilvæg og eru okkar markmið að miða starfsemi okkar út frá sjálfbærnistefnu Snæfellsness og hvetja fyrirtæki og önnur sveitarfélög til þess að setja umhverfismál í öndvegi.

Burðarplastpokar

Burðarplastpokalaus Stykkishólmurburðarplastpokalaus bær

Á undanförnum árum og mánuðum hefur umræða um skaðsemi plasts stóraukist meðal almennings, en plast getur valdið mjög neikvæðum áhrifum á heilsu og umhverfi. Lengi hefur verið vitað um þörf þess að draga úr notkun plasts í heiminum en þróunin hefur því miður verið þveröfug.

Umhverfishópur Stykkishólms fékk í ársbyrjun 2014 styrk frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu til að ráðast í tilraunaverkefni sem fól í sér að gera Stykkishólm að burðarplastpokalausu sveitarfélagi. Verkefnið var unnið í samstarfi við Náttúrustofu Vesturlands, Landvernd, Umís/Environice og Stykkishólmsbæ.

Undirbúningur verkefnisins hófst vorið 2014. Hann fól m.a. í sér samráð við verslanaeigendur og Íslenska gámafélagið og leit að mismunandi gerðum poka sem geta leyst burðarplastpokana af hólmi í öllum þeim fjölbreyttu hlutverkum sem slíkir pokar hafa gegnt hingað til, bæði við innkaup og förgun úrgangs. 12. september 2014 var verkefninu ýtt úr vör með kveðjuveislu fyrir plastpokana víða um Stykkishólm. Nánast allir viðkomustaðir í Stykkishólmi sem bjóða upp á þjónustu af einhverju tagi bjóða nú upp á fjölnota burðarpoka undir vörur.

Getum við bætt efni síðunnar?