Fara í efni

Atvinnulíf

Atvinnumál

Stykkishólmur skartar fjölbreyttu atvinnulífi. Nokkrir stórir vinnustaðir með ólíka starfsemi eru í bæjarfélaginu og fjölmörg einkafyrirtæki af ýmsum stærðargráðum með fjölþætta starfsemi. Fjölmörg þessara fyrirtækja eru svo aðilar að Félagi atvinnulífs í Stykkishólmi.

Félag atvinnulífs í Stykkishólmi

Í Stykkishólmi er starfrækt Félag atvinnulífs í Stykkishólmi (FAS), sem áður hét Efling Stykkishólms. Aðild að félaginu eiga fyrirtæki og einstaklingar sem stunda atvinnurekstur svo og stofnanir sem starfa í Stykkishólmi og nágrenni, einnig einstaklingar sem af áhuga vilja styrkja starfsemi félagsins. Félagið var stofnað árið 1995 og síðan þá hefur það komið að ýmsum málum. Markmið félagsins er að vinna að framfaramálum á sviði atvinnu- og menningarlífi á svæðinu. 

Atvinnuráðgjöf Vesturlands

SSV - þróun og ráðgjöf er ráðgjafar- og þróunarsvið Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi. Það er í eigu sveitarfélaga á Vesturlandi sem ná frá Hvalfjarðarbotni til Gilsfjarðarbotns.
Verkefnin felast m.a. í að vera einstaklingum, fyrirtækjum og sveitarstjórnum til aðstoðar á sviði atvinnumála. Verkefni þróunar- og ráðgjafadeildar SSV á sviði aðstoðar við ofangreinda aðila geta verið margvísleg.

Nánar má lesa um þjónustu Atvinnuráðgjafarinnar hér

Smelltu hér til að skoða laus störf á Vesturlandi

Viðverutímar

Ef þú hefur áhuga á að nýta þjónustu SSV, þróunar og ráðgjafadeildar, þá endilega hafðu samband og við bókum tíma fyrir þig. Alltaf er hægt að hafa samband við skrifstofu SSV í síma 433-2310 eða beint við Helgu Guðjónsdóttur atvinnuráðgjafa í síma 895-6707. Auk þess eru ráðgjafar með viðverutíma í Stykkishólmi, Akranesi, Snæfellsbæ og Grundarfirði. Nánari upplýsingar veita skrifstofur sveitarfélaganna á viðkomandi stöðum.

 

Getum við bætt efni síðunnar?