Fara í efni

Söfnin okkar

Málsnúmer 1812032

Vakta málsnúmer

Safna- og menningarmálanefnd - 106. fundur - 04.12.2018

Þórunn Sigþórsdóttir og Hjördís Pálsdóttir komu á fundinn. Áður hafði samantekt um Norðurljósahátíðina og dagskrár undanfarinna hátíða verið sendar nefndarmönnum. Umræður: ÞS rifjaði upp sögu hátíðarinnar. Fjárveiting frá Stykkishólmsbæ fyrir hátíðina var kr. 300.000 Styrkur v. 100 ára fullveldisafmælis tengdist tónleikum á opnunarhátíð. Hluti styrks sem Barnamenningarhátíð á Snæfellsnesi fékk var nýttur til að fá fræðslu/fyrirlestur um stjörnufræði fyrir börn og fullorðna. Rætt var um styrkveitingar almennt. ÞS er að vinna samantekt með kostnaðartölum sem send verður nefndinni þegar þær liggja fyrir.
Rætt var um hvort setja ætti saman verkferla um hátíðina. Einnig var rætt hvort hugsanlega ætti að leggja til þema fyrir hverja hátíð. Stuttur undirbúningstími var fyrir hátíðina í ár sem tengdist sveitarstjórnarkosningum.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að festa með formlegum hætti næstu hátíð. Þórunn og Hjördís yfirgáfu fund kl. 16.44.
Getum við bætt efni síðunnar?