Fara í efni

Amtsbókasafnið

Málsnúmer 1812033

Vakta málsnúmer

Safna- og menningarmálanefnd - 106. fundur - 04.12.2018

Amtsbókasafnið ? Samantekt um Amtsbókasafnið var send nefndinni og mun formaður óska eftir að fá að birta það með fundargerð hjá Nönnu eða a.m.k. samantekt um starfsemi safnsins. Í tengslum við umræðu um Amtsbókasafnið spurði GMÁ um Ljósmyndasafn Stykkishólms, því lítið að gögnum fyndist um það safn. JSJ hafði óskað eftir upplýsingum um það en voru ekki komnar fyrir fundinn. AM sagði frá stuttri greinargerð sem hún gerði og sendi Stykkishólmsbæ fyrir 2 árum í tengslum við endurnýjun á vef Stykkishólmsbæjar og fjallaði um ljósmyndasöfn og söfnunar- og grisjunarstefnu þeirra. En ekki hefur verið tekið við myndum í ljósmyndasafnið um margra ára skeið. Sú samantekt verður send til nefndarinnar og bæjarstjóra. Endurskoða þarf gjaldskrá safnsins sem er í miklu ósamræmi við sambærileg söfn annarsstaðar á landinu. Formaður mun í framhaldinu ýta á eftir gögnum um ljósmyndasafnið fyrir nefndina.
Getum við bætt efni síðunnar?