Fara í efni

Samkomulag við Íslenska Gámafélagið ehf.

Málsnúmer 1903031

Vakta málsnúmer

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd - 1. fundur - 28.05.2019

Bæjarstjórn fól í lok mars bæjarstjóra að gera viðauka við samning um sorphirðu við Íslenska Gámafélagið í samræmi við fyrirliggjandi upplýsingar, en um er að ræða samkomulag við Íslenska Gámafélagið um uppsetningu á snjalla innheimtuúrræðinu, Snjall og Snjöll, á gámasvæðinu Snoppu. Einnig að Íslenska Gámafélagið taki að sér vörslu og rekstur á svæðinu við Ögursafleggjara. Mun þessi breyting fela í sér að endurskoða þarf gjaldskrá sorphirðu, en ekki er gert ráð fyrir að hækka þurfi gjaldskrá heldur að umbreyta þurfi mælieiningum í samræmi við innleiðinguna.

Lagt er fyrir atvinnu- og nýsköpunarnefnd minnisblað frá Íslensku Gámaþjónustunni ehf. sem að beiðni Stykkishólmbæjar leggja til breytingu á fyrirkomulagi við innheimtu og greiðslu fyrir þjónustu á gámasvæði Snoppu og umsjón og eftirlit með gömlu öskuhaugunum við Ögursafleggjara.

Sjá nánar um sorphirðu á heimasíðu Stykkishólmsbæjar:
https://www.stykkisholmur.is/thjonustan/sorphirda/
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd telur samkomulagið vera jákvætt þar sem breytingarnar leiði til meira samræmis og sanngirni er gætt þegar kemur að fyrirtækjum stórum sem smáum.

Lagt fram til kynningar.
Getum við bætt efni síðunnar?