Fara í efni

Heilsueflandi samfélag og forvarnarstefna Stykkishólmsbæjar

Málsnúmer 1904047

Vakta málsnúmer

Velferðar- og jafnréttismálanefnd - 1. fundur - 24.04.2019

Tómstunda- og æskulýðsfulltrúa Stykkishólmbæjar hefur verði falið að hefja vinnu við að endurskoða forvarnarstefnu Stykkishólmbæjar í samráði við Velferðar- og jafnréttismálanefnd og Æskulýðs- og íþróttanefnd sem og skóla, heilbrigðisyfirvöld, íþróttafélög og aðra aðila sem málefninu tengjast.
Magnús Ingi Bæringsson, tómstunda- og æskulýðsfulltrúi, kemur á fund nefndarinnar og kynnir fyrir velferðar- og jafnréttismálanefnd þá vinnu sem hefur verið innt af hendi í sambandi við endurskoðun forvarnarstefnu og hver séu næstu skref.

Þá kynnir Magnús Ingi Bæringsson, tómstunda- og æskulýðsfulltrúi, jafnframt fyrir nefndinni verkefnið Heilsueflandi samfélag.

Magnús Ingi Bæringsson vék af fundi.
Getum við bætt efni síðunnar?